Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.07.1899, Blaðsíða 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.07.1899, Blaðsíða 2
L.......... votl að vér aldrei missum sjónar á vorri eilífu ákvörðun og svo sterkan kœrleik:, að hann gagnsýri og gegnumstreymi allt okkar líf með friði og fögnuði heilags anda! l'ví viljuni vjer þetta, þá fáum vér það, oghöfumvér fengið það, þá, dauði, „kom þú sæll þegar þú vilt". — ►I4H- Úr bréfi frá dreng í sveit. . „ Jeg er að verða bænræknari, því jeg finn það að jeg vetð glaðari eptir því, sem jeg bið optar guð".......... Heyrið það, ungu vinir, þið verðið allt af glaðari, því optar sem þið rækið bænina, og gleðin á að vera einkenni hins kristna æskulífs. Allir hafa tlma til að biöja, því þeir gmta beðið með- an þeir eru að vinna, allir etu nógu mælskir að biðja, þ\í guð heimtar ekki að bænin sje vei stýluð, heldur að hún komi frá hjartanu; allir hafa nóg að biðja um, því nógar eru þarfirnar, en eitt er það, sem oss mest á ríður, að biðja urn sífellda iram- för í trú og heilögu líferni. — I Kverinu stendur þessi rítningargrein : „ Verdið heilagir I öllu yðar dagfari eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað". Surnir hafa spuit: Hvernig er möguiegt að uppfylla þetta? Við getum þó aidrei orðið syndlausir. — Svarið er: Þar það er skýlaust boð að vjer eigum að verða heilagir, þá hljótum vjer og að geta orðið það, en það má ckki blanda saman heil- agleika og syndleysi. Allir syndgum vjer margfaldlega, og höf um á hverjum degi ástæðu til að biðja : „Fyrirgef oss vorar skuldir", en í skírn vorri erum vjer helgaðir guði honum tii þjón- ustu. Ef þú daglega manst eptir því, að þú ert skírður, þ. e. heigaður guði, og af öllum viljakrapti þínum keppist eptir að þjóna honum í lifandi trú og ávaxtarsömum kærleik og gefur heilögum anda leyfi til að skapa I þér nýtt hjarta þar sem þú lætur frelsara þinn lifa og búa í, þá ertu /leilagut, þrátt fyrir það að þú freistast og fellur optlega, því fyrir skírn þína og trú hefur þú fengið fyrirgefningu allra þinna synda vegna blóðs frelsara þíns, sem rann fyrir pig á Golgata. — En ekki máttu staðnæmast við þetta, þv! Jesús hefur boðið þér og oss öllum: „Verið fullkomnir eins og faöir yðar á himnum er fullkominn". Með þessu bendir hann þjer áfram. Dagsdaglega veröur þú í trú þinni að stíga niður I skírnarlaugina, dagsdaglega að líta á krossinn á Golgatha, dagrsdaglega rannsaka hvort trú þín hafi borið iðruninni samboðna ávexti, dagsdaglega að bera þitt líf saman við Jesú líf og í innilegri bæn sækja styrk til hæða til þess mitt I heiminum, I störfunum, I freistingunum að geta lifað og varðveizt I guði frelsara þlnum. Líttu ekki til baka, þá er allt tapað, líttu fram og upp, og haltu áfram í því trausti, að „hann, sem byrjað hefur í þér hið góða verk íuuni einnig fullkomna það". Ungi vinur, áfram svo I Jesú nafni! Orð til íhugunar og eptirbreytnis finnast í Jó/uinnesar guð- spjalli JJ“ kapítula /— iS vcrs. — Segðu mjer hvort þú hefur fundið þau næst, er við hittumst,-

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.