Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.07.1899, Blaðsíða 4
í júní mánuði hef jeg ekki talið þá, sem á fund komu, því
svo margir voru farnir úr bænum og allmargir eru og þeir sem
ekki tíma að gefa guði cinn klukkutíma á viku, svo ekki er til nokk-
urs að halda fund fyrir þá. — Stúlkufundirnir eru allt af vel
sóttir. Þær vildu ekkert fundahlje hafa.
Kristilegt fjeiag' ungra manna.
Ilvad et pvllkt f/'elagp
Það er söfnuður ungra manna, sem samkvæmt heilagri ritn-
ingu vilja trúa á Jesúm Krist, frelsara vorn og hjálpa til að út-
breiða hans ríki á jörðunni.
Hvad er markmid slíks fjelags ?
Það leitast við með meðölum, sem eru í samvæmi við heil-
aga ritningu að vinna að sálusorg meðal hinna ungu. Mark-
miðið er, að leiða unga menn til apturhvarfs og gjöra þá að
trúum meðlimum kirkju sinnar og tryggum þjónum konungs
konunganna.
Er fjelagid sjdlft sjerstakt kirkjufjelag?
Nei. Tilgangur þess er aðeins að hjálpa kirkjunni að
starfa að heillum ungra manna, og vill á engan hátt dreifa
heldur samansafna með henni. — Það leitast við af fremsta
megni að efla trúarlegan, siðferðislegan, andlegan og líkam-
legan þroska.
Með hvaða meðölum r
Með vekjandi ræðurn, biblíusamtali, fræðandi fyrirlestrum,
samvinnu við heimilin með bæn og söng, hljóðfaíraslætti (mus-
ik), stöðugu eptirliti með siðferði og framgöngu unglinganna,
með kennslu í ýmsum námsgreinum, nreð líkamsæfingum þar
sem því verður viðkomið.
Ilvað segja menn um fjelagid?
Biskuþ K. Krummacher segir: „Jeg þykist hafa ástæðu til
að fullyrða, að hin kristilegu fjelög bæti úr verulegri þörf".
Barthelemy Saint Hilaire: „Jeg óska að þessi fjelög breið-
ist út um allan heim".
M. Moody (hinn heimsfrægi prjedikari): „Ef menn spyrja
mig hvort jcg trúi á slík fjelög, þá svara jeg: Já af öllu hjarta.
Af guðs náð eru þau það, sem rneir en nokkuð annað hafa
undirbúið mig undir starf mitt“. —
Ilvað segir guðs orð ?
Jeg skrifaði yður þjerýngismenn, því þjer eruð sterkir, hafið
varðveitt guðs orð og hafið yfirunnið hinn vonda. i. Jóh. 2, 14.
O IQC Fjelagsmyndin fæst fyrir aðeins 0
eina krónu. —
q íW~ Sækið þær sem fyrst. q
Allar upplýsingar viðvíkjandi fjelaginu gefur :
FRIÐR. FRIÐRIKSSON.
Grjótagötu 12.
Glasgow-Prentsmiðjan.