Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.05.1900, Síða 2
34
MÁNAÐARTÍÐINDI.
II. ÁRG.
Altarisganga á skírdag.
=►
Höfuðviðburður ársms er altaris-
gangan sameiginlega, og blessunar-
ríkur er sá tími, sem gengur til að
undirbúa hana. Mánuði á undan
byrjuðum vér að tala um hana og
varþví haldið áfram á hverjum fundi
allan tímann til skírdags. Ur ung-
ligadeildinni höfðu 56 piltar látið
skrifa sig á altarisgöngulista fjelags-
ins, og 20 ungar stúlkur úr stúlkna-
deildinni, og þar að auki 38 aðstand-
endur og vinir hinna ungu, svo það
lið sem heyrði fjelaginu til var í allt
114 manns þar að auki voru nokkr-
ir sem komu með. I fyrra voru á
skírdag um 25 drengir til altaris og
komu um 20 af þeim aptur nú. —
Það var óvenjulega fögur sjón að sjá
svo marga af hinum ungu limum
safnaðarins koma saman til drottins
borðs. Fiest allir af altarisgestunum
komu saman kvöldið fyrir til upp-
byggingar og reyndum vjer að láta
guðs orð 1 hans heilögu tiulagaboð-
orðum Ieiðbeina oss til rjettrar sjálfs-
prófunar og undirbúnings eptir þeirri
náð, sem guð gaf oss. Enginn getur
útmálað þá guðdómlegu náðarkrapta
sem oss hafa bætst við þessa altaris-
göngu, en nú hvílir og sú ábyrgð á
oss öllum, að láta þetta ekki fara til
spillis, heldur ávaxta það í dáðríku
og hreinu dagfari. Munið eptir að
láta þessa náð guðs sýna sig kröpt-
iuga í bænarlífi yðar og verða þann-
ig að lifandi uppsprettu 1 hreinni æsku-
gleði.
Guð gefi yður náð til þess.
=<X>—
B isku þ
V. C. Schousboe.
— O —
Vilhclm Carl Schousboc var prestson
fæddur í Faaborg 7. sept. 1848. Hann
varð stúdent við dómskólann í Ríp-
um 1858, og kandídat í guðfræði 1
janúar 1764, þá 22 áragamall. Um
nokkur ár var hann kennari í dönsku
og leiðbeindi við nám á hernaðar-
skólanum, en var síðan skipaður
kennari og umsjónarmaður við skól-
ann í Víborg. A meðan hann var
þar, starfaði hann einnig sem her-
prestur við herbúðirnar í Hald 1870
—74. Hann var hress og einarður
í lund og því ágætlega lagaður fyrir
þetta starf, og jafnvel eptir að hann
1875 var orðinn fastur aðstoðarprest-
ur við garnisons-kirkjuna 1 Kaupm.-
höfn, varð hann enn einu sinni að
fara til herbúðanna sem herprestur.—
1887 hækkaði hann í hinu kirkjulega
embætti með því að verða sóknar-
prestur við sömu kirkju, og 1888 var
hann skipaður biskup yfir Álaborg-
arstipti. —
»Kristilegt fjelag ungra manna« í
Kaupmannahöfn misti trausta stoð og
ötulan forgöngumann þar sem hr.
Schousboe leið. Hann var með að
stotna það 1878, og formaður þess
var hann þangað til árið 1888, er
hann varð að yfirgefa þá stöðu og
takast á hendur biskupsembætti sitt.
Hið viðkunnanlega og alúðlega dag-
far hans og fjör hans og áhugi fyrir
unglingafjelagsstofnuninni afiaði hon-
um margra vina á meðal fjelagsmeð-
lima höfuðstaðarins, og var hans því