Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.06.1900, Blaðsíða 8
48
MÁNAÐARTÍÐINDI.
II. ÁRG,
En vjer verðum að nota þessa
framboðnu hjálp, annars kemur hún
oss ekki að gagni. Einungis ef vjer
viljum fylgja Jesú og herskörum hans,
getum vjer vænst hjálpar hjá honum
og geturn hughraustir sagt: »Það eru
fleiri með oss en með þeim!« Guði
sje lof og dýrð að eillfu.
Frá félaginu.
Um samkomur og fundarhöld hef-
ur verið fremur lltið, því margt hef-
ur hindrað: influenzan, próf o. fl. Nú
er allt að komast aptur í sínar göml-
fellingar. — Af fyrgreindum ástæðum
gat ekki þetta blað komizt út fyrri,
og bið jeg alla áskrifendur velvirðing-
ar á þvi.
» Brcedrabandid'i. haldur störfum stn-
um áfram með dug og dáð. Enn þá
er rúm fyrir nokkra í viðbót. —
Söngfélagid leggur mikla rækt við
æflngar slnar undir forustu hins ágæta
kennara, sem hefur góðar vonir um
framgang þess. Fjelagsmenn sem
syngja, geta gengið inn ef þeir snúa
sjer til Magnúsar Erlendssonar.
Fótboltaœjingum hafa nokkrir dreng-
ir haldið uppi, en nú hafa þeir sam-
þykkt, að reglubinda sig á grund-
velli fjelags vors. Fótboltaæfingin er
góð og holl hreyfing og saklaus
skemmtun. Fáeina vantar í fulla tölu,
og geta þeir sem vilja ganga í það,
snúið sér til Þorkels Guðmundssonar.
Smádrengjadeildin kemur saman i.
júlí kl. io f. m, heima hjá mér í
Grjótagötu 12.
Stúlknadeildin lét taka mynd af
sér í maímánuði. Þær sem hafa pant-
að myndir, sæki þær sem fyrst tií
mín, og þær, sem vilja fá myndina,
láti mig vita.
-----♦-------
t
I mat varð stúlknadeildin fyrir
þeirri sorg, að missa þrjár af sínum
góðu meðlimum. Þessar þrjár voru:
Lydía J. Magnúsdóttír,
er andaðist 19. mat 16 ára gömul,
góð og vönduð stúlka, og syst-
urnar:
Jóhanna Gísladóttir.
er andaðist 23 maí i3ára, og
Ingiríður Gísladóttir,
dáin 25. maí, 11 ára. Þessar ungu
og efnilegu systur voru greptraðar
sama daginn og var það mikil sorgfyr-
ir móður og föður, sem var í fjarlægð.
Stúlknafjelagið hefur misst mikið
í þessum þremur félagssystrum, og
hefðt reynt að sýna hluttekningu sína,
ef hægt hefði verið fyrir veikindun-
um. Drotttinn huggi þá, sem um
sárast eiga að binda og græði sorg-
arsárin. —
------<Z>-----
Þann 18. þ. m. útskrifuðust afpresta-
skólanum 5 kandidatar, semjegvona.
að vilji með alúð styðja að vexti og
viðgangi unglingamálsins, hveráþeim
stað, sem guð gefur honum leyfi a5
starfa. —
„Eina lífið" ^„Takið sinnaskipti"
eru til enn þá. —
Blaðið ábyrgist:
Fr. Friðriksson
Grjótagötu 12.
Glasgow-prentsmiðjan.