Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.09.1900, Blaðsíða 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.09.1900, Blaðsíða 2
66 MÁNAÐARTÍÐINDI II. ÁRG. Fórn. I öllum heiðnum trúarbrögðum er það siður, að færa guðunum fórnir, þ. e. færa þeim gjafir, annaðhvort til þess að blíðka þá eða til þess að öðlast einhver gæði frá þeim. — Trú- aðir heiðingjar koma með eitthvað, sem þeim þykir vænst um, beztu kindina úr hjörðinni sinni eða bezta dýrgripinn sem þeir eiga og leggja það á altari einhvers af hinum ímynd- uðu guðum. — I hinu opinberaða iögmáli guðs, sem hann gaf gyðinga þjóðinni, eru fyrirskipaðar fórnir, sem sýnilegt merki upp á hinar ýmsu tilfinningar hjart- ans: syndameðvitund, þakklæt, o. fl. Það virðist því vera eitt af grund- vallarlögum allrar guðs dýrkunar að fórna, nátengt guðsmeðvitund rnanns- ins. Um þetta sannfærumst vjer þegar vjer alvarlega virðum fyrir oss krist- indóminn, því þótt með honurn sjeu upphafin hin ytri fórnfæringarlög gyð- ingsdómsins, er þó það að fórna ein- kenni kristindómsins enn í dag. Krist- indómurinn er kærleiksltf 1 sambandi við þríeinan guð. En líf 1 kærleika getur ekki hugsast án fórna. — I’eg- ar vjer lítum til höíundar trúar vorr- ar, sjáum vjer þetta strax, því svo elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son. Jesús Kristur, sem er vor sanna fyrirmynd, hefur í orði og verki kennt oss þá megin- reglu að fórna. Hann fórnaði sjálf- ur dýrð sinni og veldi, þegar hann varð maður (sjá Fil. 2, 6—8); hann fórnaði ríkidæminu, þar senr hann gjörðist fátækur vor vegna þótt hann ríkur væri, til þess að vjer auðguð- umst af hans fátækt (2. Kor. 8, 9) hann fórnaði sínum eigin vilja (sbr. orð hans í grasgarðinum); hann fórn- færði að lokum lífi sínu fyrir oss alla. — Þannig hefur hann kennt oss að öll vor guðsdýrkun eigi að vera í anda og sannleika, og þannig eiga líka fórnir vorar að vera. Vjer eigurn að fórna oss sjálfum með öllu sem vjer eigum. Vjer eig- um að gefa guði hjarta vort, það er að segja, að fórna vorum eiginvilja, en taka guðs vilja inn í hjartað sem lífsinnihald vort. Svo framarlega sem vjer trúum á guð í fuilri alvöru, og elskum hann, þá hljótum vjer að gjöra þetta. Og af. þessari einu fórn spretta allar hinar einstöku fórnir. Vjer láturn þá allt vara miðað við guð, vinnum öll vor verk eins og í hans nafni, látum málfæri vort vera í hans þjónustu; notum hæfileika vora, lífsstöðu og krapta til þess að hans dýrð eflist, og hans ríki litbreið- ist. Þá segjum vjer ekki lengur, að jarðneskar eignir sjeru vorar, heldur að þær sjeu guðs eign, og verjum þeim samkvæmt hans tilgangi. Hinn bágstaddi á þá athvarf hjá oss að svo miklu leyti sem vjer orkum, og oss er það gleði ef vjer getum lagt eitt- hvað fram til eflingar hans ríki. Þann- ig reynum vjer að gefa oss guði með öllu sem vjer eignurn oss, og ekki gjörum vjer þetta til þess að guð verði oss náðugur, heldur af þvi hann hefur verið og er oss kærleiks- ríkur faðir fyrir Jesúm Krist. — Kæri vinur, sem lest þetta, hverju hefur þú svo fórnað guði ? Hvað hefur þú reynt að gefa honum, sem gefið hef- ui þjerallt? Rannsakaðu þetta vand- lega, þvi af því sjerðu hvort elska þín til frelsara þíns er sönn og lifandi.

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.