Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.09.1900, Blaðsíða 8

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.09.1900, Blaðsíða 8
72 MÁNAÐARTÍÐINDI. II. ÁRG. drepa einn af þrælura sínum fyrir einhverja ofurlitla yfirsjón. Englend- ingur einn sem heyrði þessa skipun, gekk þegar til höfðingjans og bauð honum mikið fje, ef hann vildi gefa veslings manninum líf. En höfðing- inn svaraði einungis: »Jeg kæri ntig ekki urn fílabein, þræla eða gull. Jeg get herjað á ná- búa niína og rænt því sem eg vil. Jeg kæri mig heldur ekki urn vináttu hvltra manna. Mig þyrstir aðeins í blóð«. I sama bili skipaði hann einum rnanna sinna, að leggja ör á streng og skjóta veslings þrælinn. En um leið og örin þaut af, brá Englending- urinn hendinni fyrir, og örin stóð í armi hvíta mannsins. Höfðinginn var forviða. Þegar Englendingurinn dró örina út sagði hann: »Hjer er blóð, jeg gef blóð mitt fyrir þrælinn og nú hef eg heimtingu á llfi hans«. Höfðinginn haföi aldrei sjeð slík- an kærleik og ljet því undan. Hann gaf Englendingnum þrælinn og sagði: »Jú, hvíti maður, þú hefur keypt hann með blóði þínu; hann sje þín eign«. Þegar í stað kastaði þrællinn sjer fyrir fætur lífgjafa síns ogtárinrunnu niður eptir kinnum hans. »0, hvíti maður«, sagði hann, þú hefur frelsað mig með blóði þínu, jeg vil allt af vera þræll þinn«! Englendingurinn gat aldrei komið honum til að nota frelsi sitt. Hann fylgdi honum allt af og vann fyrir hann og þjónaði honum með trú- mennsku og þakklæti. Þegar nú veslings heiðingi verður unninn með sari á handlegg ókunn- ugs manns, ættuin vjer þá ekki, sem erum keyptir með Jesú dýrmæta blóði,. að vígja allt vort. líf í þjónustu hans, sem gaf lífið fyrir oss. ■ ---♦= Dáinnereinn af vorum yngstu fje- lagsbræðrum: Kristinn Árnason, fæddur4, okt. 1887, dáinn þ. 16. sept.. þ. á. Góður drengur og efnilegur. Hann lá mjög þungt haldinn nær því í mánuð. I legunni skein það opt fram, að Jesús átti hjarta hans. Guð' blessi minningu hans, foreldra og. systkini. ------♦------ Fundir hafa legið í dái í sumar,. og hefur fiekkuveikin mest valdið því.. Nú með haustinu vonum vjer, að samkomur vorar geti byrjað aptur.-- Fyrst framan af vetrinum verða engar barnaguðsþjónustur haldnar. ------♦------ VerdlaunarUgiörd þá, er auglýst var hjer f blaðinu f vetur sem leið, og átti að vera um líf og starf postulans Pjeturs eptir hinn fyrsta hvítasunnu- dag, gjörðu tveir. Verðlaunin : biblíu með gyltu nafni viðtakanda, fjekk Sigurjón Jónsson í Laufási. I næsta blaði verður birt efni í aðra ritgjörð, svo menn geti fengist við það á vetr- artímanum. Blaðið ábyrgist: Fr. Friðriksson Grjótagötu 12. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.