Nemo - 02.12.1926, Síða 6
6
N-E-M-O
vinir, sem móðirin átti í kaupstaðn-
um, fengu vitneskju um að dóttirin
var fallin fyrir synd og löstum, en
þeir gátu ekki komist eftir því, hvað
var orðið af henni. Móðirin fyltist
örvæntingu. Hún elskaði dóttur
sína svo heitt — ennþá heitara
t'anst henni eftir fall hennar. Hún
bað til Guðs, og hún fór til bæjar-
ins, til þess að leita að týnda barn-
inu sínu; hún leitaði dag og nótt,
en árangurslaust. Svo datt henni
gott ráð í hug. Hún ljet mynda
sig og hengdi myndina upp í and-
dyri eins björgunarheimilis fyrir
fallnar konur. Neðan við myndina
skriíaði hún: „Móðir þín bíður eftir
þjer“. Pað voru margar stúlkur,
sem sáu myndina þarna, en engin
þekti hana. Eitt kvöld kom þangað
ung stúlka. Hún horfði lengi á
myndina, þar til hún hrópaði:
„Petta er móðir mín, móðir mín“.
Pað var sama andlitið, sem hafði
beygt sig niður að vöggu hennar.
Pá var það brosandi og ánægjuríkt,
en nú var það hrukkótt og sorgbitið.
En hún sjálf — þá var hún hrein
og saklaus, en nú var hún að
fyrirverða sig fyrir líferni sitt. Hún
hafði viljað njóta frjálsræðis, en
<var nú orðinn þræll djöfulsins.
En það stóð skrifað neðan við
myndina „Móðir þín bíður eftir
þjer“. Móðir hennar hafði eftir því
ekki gleymt henni, vesalings heim-
ilislausu, glötuðu dótturinni. Pað
var sem myndin hvísláði að henni:
„Komdu heim litla barn, komdu
heim. Móðir þín elskar þig ennþá
og fyrirgefur þjer alt, já alt.“
Hún ætlaði að hníga niður. Sýn-
in af mynd móðurinnar hafði snert
hjarta hinnar glötuðu dóttur — hafði
vakið heimþrá í sál hennar. Hún
áræddi það — hlaðin sorg og smán
kom hún heim. Móðir og dóttir
fjellust í arma. — Dóttirin var kom-
in heim.
Napóleon og Kristur,
Napóleon mikli sagði einu sinni
á sínum síðustu dögum: „Eg þekki
vel mennina. Kristur var ekki blátt
áfram maður. Eg hef lifað þá tíð,
að eg gat uppörfað þúsundir manna
til að ganga út i opinn dauðannog
láta lífið fyrir mig. En það var návist
min og áhrif orða minna, sem kom
þeim til þess; en nú, þegar eg er
kominn í burtu frá mönnunum og lifi
sem fangi hjer á St. Helena, vill
enginn deyja fyrir mig. En fyrir
Krist, sem er persónulega farinn
burt fyrir nærfelt 2000 árum, fyrir
hann vilja gjarnan miljónir manna
fórna lífi sínu. Eg segi eins og fyr:
Kristur er ekki blátt áfram maður,
hann er meira. Eg þekki mennina!“