Nemo - 02.12.1926, Page 8

Nemo - 02.12.1926, Page 8
8 N-E-M-O Birti’ af stjörnu’; um jörðu lagði Ljómann hennar, scm af sól. Pegar stjarna’ á himni hátt Hauður lýsir miðja’ um. náll, Sögðu fornar sagnir víða. Sá mun fæðast meðal lýða :,: Konunga sem æðstur er. :,: Vitringar úr austurátt Ei því dvöldu’, en fóru brátt f’éss hins kofnna kongs að leita, Kongi lotning þeim að veita, :.: Mestur sem að alinn er. :,: Stjarnan skær þeim lýsti leið; Leiðin þannig var þeim greið, Unz þeir svéininn fundu fríða; Fátæk móðir vafði’ hinn blíða :,: Helgri’ í sælu’ að hjarta sjer. :,: Stjarna veit oss einnig er Og ef henni fylgjum vjer, Hennar leiðarljósið bjarta Leiða’ um jarðar húmið svarta :,: Oss mun loks til Iausnarans. Villustig sú aldrei á Undrastjarnan leiðir há; ’ Orðið Guðs hún er hið skæra, Oss er Drottinn virtist færa, :,: Svo hún væri’ oss leiðarljós. :,: 4. O, fögur er vor fósturjörð Um fríða sumardaga, Er laufin grænu litka börð, Og leikur hjörð í haga; En dalur lyftiv blárri brún Mót blíðum sólarloga, Og glitrar flötur, glóir tún, Og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er Með ísi þakta tinda, Urn heiðrík kvöld að höfði sjer Nær hnýtir gullna linda, Og logagneistum stjörnur strá Um strindi hulið svellum, En hoppa álfar hjarni á, Svo heyrist duna’ í fellum. Eú fósturjörðin fríð og kær, Sern feðra hlúir beinum, Og lífið ungu frjóvi fær Hjá fornum bautasteinum. Ó, blessuð vertu fagra fold Og fjöldinn þinn barna, Á meðan gróa grös í mold Og glóir nokkur stjarna. B a r n n b æ n. Eitt kvöld þegar Filip Meljmkton var mjöjJ þreyttur og örmagna, gekk liann með einum vini sínum út á þióðveginn. í hú»i einu scm þeir gengu framhjí heyrðu þeir að nokkur börn voru að gcra kvöldbænir n'nar. Þá sagði Filip Melankto.n: „Bróðir minn, við þnríúm ekki að vera áhyggjufullur því þessi litlu börn liiðja fyrir okkur“. Útgefandi og ábyrgðarmaður B o y e H o I m . Siglufjarðarprentsmiðja 1926,

x

Nemo

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nemo
https://timarit.is/publication/495

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.