Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Blaðsíða 9
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 in strauk honum. Og’ einmitt í þessu bili leit hann eins og rannsóknaraugum á Sedrik og lagði svo stóra hausinn á hnjeð á drengnum. Og um leið og Sedrik svaraði, strauk hann blíðlega kollinn á þessum nýja vini sínum. „Já, og svo var það nú hann Dikk“, sagði hann. „Þjer mundi líka vel við Dikk; hann er svo grandvar". „llvað áttu við með því“? spurði jarlinn. Litli lávarðurinn hugsaði sig um eitt augnablik. Hann var ekki alveg viss, en hjelt að það væri eitthvað gott, því Dikk hafði notað orðið svo opt. „Jeg held það þýði það, að hann vilji ekki svíkja neinn“, sagði hann að lokum, „eða níðast á dreng, sem er minni en hann og að hann svertir skóna mjög vel og gjörir þá eins gljáandi eins og hann getur. Hann er skóburstari að handiðn“. „Og hann er einn af kunningjum þínum, er ekki svo?“ sagði jarlinn. „Hann er gamall vinur minn“, svaraði Sed- rik. „Ekki alveg eins gamall og hr. Hobbs. Ilann færði mjer gjöf rjett áður en skipið lagði af stað“. Hann stakk hendinni niður í vasann og dró upp velsamanbrotinn, rauðan klút, og rakti hann í sundur með aðdáunarsvip. Það var rauði silkiklúturinn með purpuralitu skeifunum og hestahöfðunum. „Hann gaf mjer þetta“, sagði hann. „Jeg ætla allt af að eiga það. Það er hægt að hafa það um hálsinn eða hafa það fyrir vasaklút Hann keypti það fyrir fyrstu peningana, sem hann vann sjer inn eptir að jeg keypti Kobba út og gaf Diklc nýju burstana. Það er minjagripur. Jeg setti skáldskap í úrið hans hr. Hobbs. Það var svona: „Er þetta þú sjer, mundu’ eptir mjer“. Er þetta jeg sje, jeg man eptir Dikk“. Tilfinningum hins háborna jarls á Dorin- court verður varla lýst. Hann var gamall að- alsmaður og mjög svo veraldarvanur, svo að það var enginn hægðarleikur að koma hon- um í bobba; en allt þetta kom svo flatt upp á hann, að hann varð nær agndofa og fann óvenjulegar geðshræringar vakna hjá sjer. Ilann hafði aldrei verið barnhneigður; hann hafði haft allan hugann á sinni eigin ánægju, svo að hann hafði aldrei haft tíma til að skipta sjer af börnum. Hann hafði ekkert kært sig um sína eigin syni meðan þeir voru ungir — og þó minntist hann þess stundum, að honum hefði þótt faðir Sedriks vera lag- legur og röskur drengur. Hann hafði allt af verið svo eigingjarn sjálfur, að hann hafði farið á mis við þá ánægju, að kynnast óeig- ingirni hjá öðrum, og hann hafði aldrei rennt grun í, hve ástúðlegt og bljúgt og trú- fast barnshjartað getur verið. Hann hafði ávalt litið svo á, að drengir væru ógeðfeldar skepnur, heimtufrekir, gráðugir og hávaða- samir, ef þeim væri ekki stranglega haldið í skefjum; báðir eldri synir hans höfðu ávalt verið kennurum sínum erfiðir og óviðráðan- legir; um yngsta son sinn hafði hann sjald- an fengið umkvartanir, og hjelt hann að það væri af því, að ekki hefði þótt ómaksins vert að kæra sig svo mikið um hann, þar sem hann var yngstur og hafði engar framtíðar- horfur. Aldrei hafði jarlinum komið til hug- ar að honum myndi þykja vænt um sonar- son sinn; hann hafði sent eptir Sedrik vegna ættardrambs síns. Úr því að þessi drengur ætti hvort sem væri að erfa hann og taka við eignum og óðali ættarinnar, vildi hann ekki að nafn sitt yrði að aðhlátri með því að vera borið af ómentuðum rudda. Hann var sannfærður um, að drengurinn mundi verða versti aulabárður, ef hann ælist upp í Ame- ríku. IJann hafði engan velvildai'hug til drengsins, vonaði aðeins að hann væri nokk- urnveginn vel útlítandi og sæmilega viti bor- inn; hann hafði orðið fyrir svo miklum von- brigðum af völdum eldri sona sinna, og er Erról höfuðsmaður kvæntist hinni Amerísku stúlku, hafði hann orðið svo hamslaus af reiði, að hann hafði aldrei getað hugsað sjer að nokkuð gott mundi þaðan koma. Þegar því þjónninn opnaði dyrnar og tilkynti komu Fauntleroys lávarðar, sárkveið jarlinn fyrir að líta á drenginn af hræðslu við að hann

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.