Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1926, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. væri eins og hann hafði ímyndað sjer. Það var þess vegna að hann hafði skipað svo fyr- ir, að drengurinn skyldi koma aleinn inn til hans. í stærilæti sínu mátti hann ekki til þess hugsa, að aðrir sæju vonbrigði hans, ef hann ætti að verða fyrir þeim. Þegar svo drengurinn gekk inn gólfið feimnislaus og blátt áfram með höndina á hálsi stóra hunds- ins, þá var næstum því eins og hið drembi- láta, þrákelkna hjarta jarlsins, hoppaði í honum af innri gleði. Jafnvel á þeim augna- blikum, er hann hafði gjört sjer beztu vonir, hafði honum aldrei dottið í hug, að sonar- sonur hans yrði eins fallegur og gjörfilegur eins og honum fannst hann, er hann fyrst leit á hann. Honum fannst það næstum ótrú- iegt, að þetta væri drengurinn, sem hann iiafði kviðið fyrir að sjá — sonur þeirrar konu, sem honum var svo sár-illa við. Þetta kom svo alveg flatt upp á jarlinn, að hann átti bágt með að átta sig á því. Og svo byrjaði samtal þeirra, og samtalið vakti hjá jarlinum óvenjulegar hugarhrær- ingar og gjörði han meir og meir forviða. í fyrsta lagi var hann orðinn svo vanur við að sjá menn hikandi og hálfhrædda í nærveru sinni, að honum kom ekki annað til hugar en að sonarsonur hans mundi verða feiminn og uppburðarlítill. En Sedrik var ekki hræddari við jarlinn en hann hafði verið við Dúgal. llann var ekki frekur; hann var aðeins sak- laus og vingjarnlegur í lund, og var sjer ekki meðvitandi, að hann hefði neina ástæðu til að vera feiminn eða hræddur. Jarlinn gat ekki komizt hjá að sjá að litli drengur- inn leit á hann eins og vin sinn og hagaði sjer eptir því, án þess að nokkur önnur hugs- un gæti komizt að. Ungur kennari á austurlandi, sem kom mikið í K. F. U. M. á kennaraskóla árum sínum, sendi nýlega 10 krónur í byggingar- sjóðinn. Frá fjelaginu. Á fórnarfundiimm 3. Oetóber komu inn í byggingarsjóð 130 krónur. Þ. f). October kom maður með 30 krónur tii byggingarsjóðsins; það var áheit. Einn af meðlimum vorum hefur þann sið að láta innfæra gjöf í byggingarsjóðinn til minningar um látna vini. — Máuaðarblaðið. Afgreiðsla þess er nú opin á hverjum virkum degi kl. 12—1 og G —8 síðdegis. Þá er tekið á móti borgun fyrir blaðið og afgreitt annað, er að því lýtur. Sími nr. 437. U-D-fundir eru haldnir á miðvikudags- kvöldum kl. 8V2i og með tilliti til þeirra, sem eru á kvöldskólum, eru líka fundir í U-D á hverju sunnudagskvöldi kl. 6. Allir piltar 14—17 ára eru sjálfsagðir á þessa fundi, einnig drengir 1302 árs sem ganga til fermingar, eru velkomnir. Meðlim- ir deíldarinnar eru beðnir að fjölmenna og eggja hver annan að koma. Bókasafnið er nú opnað, og eru raeðlimir minntir á að nota það vel. Y-D-drengir, sem eru meðlimir safnsins eru beðnir að fara vel með bækurnar og slcila þeim reglulega. K. F. U. M. í Vestmannaeyjum er nú með miklu kappi að koma sjer upp fjelagshúsi og er búizt við að það verði vígt bráðlega. Það er mikill dugnaður af svo ungu fjelagi. Fje- lagsmenn eru hinir ótrauðustu og sækja vel fram. Það verður sagt nánar af því seinna. Bókasafnið. Þeir sem kynnu að eiga góðar bækur, sem þeir hafa lesið og hafa lítið rúm hjá sjer fyrir þær, gætu gefið þær bókasafn- inu og gjört með því mikið gagn. — Utlán af safninu er á undan fundnnum. Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 2,50, aur. árg Upplag 3000 eintök Afgr. 1 húai K. F. U. M., Amtmannsstig. AfgreiðsJum.: Ingvar Arnason. Utg.: K. F. U. M. Preutsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.