Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. en hann snýr aldrei við þeim bakinu, sem vilja vera hans vinir, en fyrirgefur. Vjer get- um ekki misst nje af oss brotið vináttu Guðs, nema með því sjálfir að snúa við honum bakinu og yfirgefa hann, en hvenær sem vjer leitum aptur iðrandi til hans í fullu trausti hins óbreytanlega föðurkærleika hans, er op- inn faðmur hans oss vís. — Látum því ekki hugfallast, heldur ekki þá, er allt sýnist vera á móti oss, þegar menn, er vjer treystum, snúa við oss bakinu og yfirgefa oss, þegar tíðarandinn hæðir oss fyrir fastheldni vora við Guð og hans málefni. Höldum þá ennþá fastara við hann og vörumst að slá af í nokkru, eða láta undan kröfum vantrúarinn- ar og tízkunnar. Því þótt allir sneru sjer frá oss í fyrirlitningu, hvað gjörði það til, það skaðaði oss ekki í raun og veru, ef þeir gjörðu það af því að vjer vildum gjöra fulla alvöru úr vorum kristindómi. En vjer erum opt og einatt þær gungur að vjer þorum ekki að gjöra það, sem aldarandanum mislíkar, þorum ekki annað en að ýlfra með úlfunum, til þess að úlfarnir fitji ekki upp á trýnið og urri að oss. Já, meðal apanna reynum vjer að láta svo sýnast að vjer höfum þó ofurlítið skott líka, til þess að fá hjá þeim nokkurt hrós fyrir smekkvísi og víðsýni, og verðum álitnir verðir þess að fá að skottast með þeim í hringiðu dönsum þeirra í trjá- liminu. — En sá friður sem vjer öfium oss með þessu móti er of dýrkeyptur, og opt svæfandi fyrir samvizkur vorar. En hvers vegna erum vjer svona hugdeigir? Það kem- ur til af því að vjer höfum veiklast í trausti voru á Guði og erum orðnir hjegómlegir í huga og kveifarlegir í skapi. En Guð segir: Jeg hef útvalið þig, láttu ekki hugfallast. Treystu Drottni æ og æ! Látum oss svo á þessum áramótum taka háttaskipti með end- urnýjungu hugarfarsins, og hegðum oss ekki eptir öld þessari, heldur lifum innilegar með Guði og í hans orði, þá munum vjer fá að reyna hver sje vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. (Róm 12,2). Trúarjátningar kirkjunnar eru eins og beinagrindin í mann- legum líkama, trúarsetningarnar andlífsdrætt- irnir, sem gefa andlitinu lögun og sjerkenni. Til þess að vera bræður þurfa menn ekki að vera alveg eins. Meðan maðurinn lifir, eru andlitsdrættirnir fullir af lifi og endurspegla lifið hið innra, líf andans. Þegar maðurinn er dauður, hefur hann andlitsdrætti og beinagrind, en allt er stirðnað og dautt og hreyfingarlaust. Meðan kirkjan er lifandi og Guðs Andi býr í henni þá speglast líf andans í hverjum drætti og trúarjátningar og andlitsdrættir eru fullir af lífi og fjöri; hirði hún ekki um vakandi lif andans í trú og kærleika, hefur hún að vísu trúarjátningar og trúarsetningar, en þá er það allt stirðnað og dautt, og gagnar ekki. En Jesús getur reist þann líkama upp frá dauðum og gefið líf hinum dauðu beinum. — En þeir, sem hugoa sjer trúarjátningar- lausan söfnuð og trúarsetningalausan, þeim ferst eins viturlega og þeim, sem vildu halda því fram að mannlegur líkami yrði fullkomn- ari, ef beinagrindin væri tekin úr honum og allir andlitsdrættir og andlitslögun afmáð. En þeir sem allt af eru að amast við trú- arjátningum kirkjunnar og trúarsetningakerfi hennar, vilja að vísu ekki að söfnuðir þeirra verði beinagrindarlausir en þeir vilja fá aðra beinagrind sem betur sje við þeirra hæfi, vilja setja sínar eigin kenningar í staðinn fyrir þær, sem Heilagur Andi hefur myndað í kirkju Guðs. En tækist þeim að mynda slíka kirkju eptir þeirra mynd og líkingu, ætli sú „fígúra“, sem þá kæmi fram yrði ekki eitthvað svipuð því sem segir í vísunni að farið hafi, þegar „skrattinn fór að skapa mann“. — Mjög hætt við því.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.