Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 6
4 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. Dómkirkjuprestur, forrnaður K. P. U. M. í Reykjavík fyrir hönd bæði K. F. U. M. og K. F. U. K. í Reykjavík. Þá var sungið versið: „Þitt orð er, Guð, vort erfðafjeu. Síðan voru lesin upp skeyti og kveðjur. Þar á meðal var nafnlaust brjef með heilla ósk og hlýjum orðum um minningar frá K. F. U. M. í Melsteðshúsi í Reykjavík og voru innan í 100 krónur. Síðan var frambornar þakkir til þeirra sem stutt höfðu byggingarmálið og þeirra sem mætt höfðu sem heiðursgestir: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, stjórnir K. F. U. M. og K. í Reykjavík, prestar kirknanna beggja í Ilafn- arfirði og nokkurra annara, sem hafa komið og talað á fundum hjá oss, og nú komu og prýddu þenna fund. Þá söng karlakórið tvö lög: „Drottinn sem veittir frægð og heill til fornau (3 erindi) og' „Guð, þú sem stjórnar himnanna heru. Síðan var karlakórinu þakkað fyrir hina ágætu hjálp þeirra á fundinum. Síðan var endað með söng, trúarjátning- unni og þögulli bæn, og blessun Drottins lýst yfir og síðan sungið: „Son Guðs ertu með sanniu. Seinast söng karlakórið aptur: „0, Guð vors lands“. Og þar með var samkom- unni slitið, var klukkan þá á mínútunni 10. Þetta var mikil gleðihátíð fyrir l'jelögin í Hafnarfirði: Miklu marki náð. Fyrsta sinni hafa nú fjelögin fengið sjer hæfilegt húsrúm og veglegt að öllu leyti. Hafa fjelögin sýnt mikla dáð og dugnað í þessu máli. Hefur við þetta komið fram mikill kærleikur og fórn- fýsi. Ennfremur hafa margir utanfjelagsménn sýnt mikið vinaþel. Margar góðar gjafir og stórar hafa verið gefnar. Ein gjöf þúsund krónur, nokkrar 500 kr. hver, þá 300 króna gjafir, 250, 200 og margar 100 krónu gjafir og fjölda margar smærri upphæðir, en allar stórar og smáar bornar fram af kærleika. Einn af gestunum að vígsluathöfninni end- aðri stakk að gjaldkera 100 kr. seðli. Blaðið er beðið að flytja öllum gefendum og styðjendum beztu þakkir. Einnig öllum þeim er fundinn sóttu og þeim sem prýddu hann með ræðum og söng, prestunum og Friðrik Bjarnasyni organista og flokki hans. Að síð- ustu skal nefndur sá maður, sem ekki hvað minst er að þakka að vjer gátum haldið þessa vígsluathöfn, og það er húsameistari Guðjón Arngrímsson. Ekki er unt að segja frá því ýtarlega hvað hann hefur gjört fyrir byggingarmálið, ekki aðeins sem yfirsmiður verksins heidur og sem fórnfús fjelagsmaður. Að hans var svo lítið minnst á fundinum, var í samræmi við ósk hans sjálfs. — En að endingu beinast aðalþakkir vorar til Guðs, sem allt þetta er komið frá. Og vjer viljum minna oss á það sem Guðs orð segir: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smið- irnir til einskis; ef Drottinn verndar ekki borgina, vakir vörðurinn til ónýtis. (Salm. 127, 1). Drottni einum ber öll dýrð. Bænheyrsla. Guð heyrir bænir. Það er hin blessunar- ríkasta vissa trúaðra manna. Þeir vita að aðgangur til náðarinnar er allt af opinn. Vantrúaðir vita það ekki; biðja stundum í néyð, en bæn þeirra ber ekki í sjer vissu bænheyrslunnar. Guðsbörn vita að þau eru ávalt bænheyrð. Vantrúaðir bíða og fá, en eptir á þakka þeir sjer opt sjálfir hjálpina og viðurkenna ekki hjálp Guðs. Þeir biðja og f á e k k i; fyllast þá reiði og gremju og missa trúna á bænina. Guðs börn biðja og fá; þakka Guði og gefa honum dýrðina. Þau biðja og f á ekki; vita þá að það er þeim til góðs að fá ekki það, sem þau báðu um þá, og eru viss um að fá annað betra.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.