Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1929, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. raun og veru hafði fengið, varð drengurinn órólegur. „Já14, sagði hann við sjálfan sig. „Það er satt. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Þessi blekking verður að hætta. Það er nauð- synlegt!“ En við miðdegisverðinn, um kvöldið sagði faðir hans mjög glaður. „Hugsið ykkur, á þessum mánuði hef jeg unnið mjer inn 32 krónum meira, en síðastliðinn mánuð með því að skrifa þessar utanáskriptir“. Að svo mæltu dró hann upp undan borðinu brjef- poka með sætindum til þess að gæða börn- unum á í tilefni af þessum óvanalegu tekj- um. Þau fögnuou því öll með lófaklappi. Giulio herti aptur upp hugaun og sagði í hjarta sínu: „Nei, elsku pabbi, jeg ætla ekki að hætta að blekkja þig þannig. Jeg skal .herða mig ennþá meira á daginn við lær- dóm minn, en jeg skal halda áfram að vinna á nóttunni fyrir þig og ykkur öll“. Og faðir hans bætti við: „Þrjátíu og tvær krónur meira; jeg er ánægður. En drengur þarna — hann benti á Giulio — er það eina, sem skerðir ánægju mína“. Og Giulio tók á móti þessum ávítum þegjandi; með vilja- krapti hjelt ^hann aftur tveim tárum, sem reyndu að læðast fram í augun, en samtímis fann hann til mikillar gleði í hjarta sínu, Hann hjelt áfram að vinna með atorku; en þreyta á þreytu ofan gjörðu honum erf- iðara og erfiðara fyrir. Þannig liðu nú tveir mánuðir. Eaðir hans hjelt áfram að ávíta hann, og augnaráð hans varð æ strangara og strangara. Einn dag fór hann til kennara drengsins til þess að fá upplýsingar. Kenn- arinn sagði: „Hann kemst áfram af því að hann er gáfaður, en hann er ekki eins vilj- ugur eins og hann var í fyrstu. Hann er syfjaður og hann geispar; og stundum er hann utan við sig. Hann skrifar stuttar rit- gjörðir og hraðar þeim af í hasti. Hann gæti gjört miklu, miklu meira“. Það kvöld tók faðirinn drenginn á einmæli og ávítaði hann harðlegar, en hann hafði nokkru sinni gjört áður. „Giulio, þú sjer hvernig jeg vinn og geng fram af mjer fyrir hetmilið. Þú hjálpar mjer ekki. Þú hefur ekki hjarta til að kæra þig um mig eða syst- kini þín eða móður þína“. „Æ, pabbi, segðu ekki þetta!“ sagði dreng- urinn hálf grátandi, og hann opnaði múnn- inn til þess að játa allt. En faðir hans groip framm í fyrir honum. „Þú þekkir efnahag- inn. Þú veizt að nauðsyn ber til að við öll sjeum viljug að hjálpast að, og leggja hart að okkur. Jeg sjálfur verð að tvöfalda vinnu mína. Jeg hafði vonast eptir í þessum mán- uði að fá 100 króna launauppbót hjá járn- brautarfjelaginu, en sú von brágst, það fjekk jeg að vita í morgun“. Þegar Giulio heyrði þetta, hætti hann allt í einu við játninguna, sem komin var fram á varir hans, og sagði við sjálfan sig; „Nei, pabbi minn; jeg segi þjer ekki neitt. Jeg geymi leyndarmálið til þess að geta unnið fyrir þig. Þá sorg, sem það bakar þjer, bæti jeg þjer upp á annan veg. I skólanum get jeg allt af lesið nægilega mikið til þess að komast upp; höfuðatriðið nú er það að hjálpa þjer til þess að vinna þjer inn peninga, og ljetta af þjer nokkru af því erfiði, sem ætlar að gjöra út af við þig“. Hann hjelt svo áfram, og enn liðu tveir mánuðir með vinnu á nóttum og þreytu á daginn; drengur lagði að sjer það sem hann orkaði við lærdóminn og beiskar átölur fjekk hann hjá föður sínum. En verra var það að faðir hans fór smám saman að sýna honum meiri og meiri kulda, og talaði aðeins örsjald- an við hann, eins og hann væri einhver óræktarkind, sem einskis góðs væri framar að vænta af. Það var eins og liann vildi ekki einu sinni líta framan í hann lengur. Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mán uði. Kostar kr. 2,50 árg. Afgr.stofa í húsi K. F. U. M., Amtmannsstíg, opin virka daga kl. 5—7. Sími 437. Pósth. 366. Útgefandi: K. F. U. M. — Prentsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.