Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 4
2
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
arann. Trygglynd og góð kona elskar mann
sinn, sem drekkur og býr henni kvöl með
drykkjuskap sínum, en því meir sem hún
elskar hann, því meir hatar hún drykkju-
skapinn.
Sá sem gengur á syndarinnar vegi og hafn-
ar kærleika Guðs, kemst þar með undir reiði
Guðs og vanþóknun.
Kærleiki Guðs er heldur ekki geðshræring,
ekki veikur og dutlungafullur. Guð er kær-
leikurinn, en reiði Guðs við syndina lendir
á þeim rnanni, sem gefur sig syndinni á vald,
og veldur honum saurgun og sviða. Samvizk-
an finnur eilíft djúp staðfest milli þess, sem
er rjett og rangt; reiði Guðs við syndina.
sem þannig lendir á syndaranum, kallar eitt
skáld „Guðs frelsandi reiði“, því að opinber-
un hennar hefur þann kærleikstilgang að
frelsa syndarann. En það er syndin, sem
Guð hatar, samkvæmt sínu heilaga eðli, og
dæmir hana.
Samkvæmt rjettlæti sínu hatar hann synd-
ina, af því að syndin er yfirtroðsla á lögmáli
heilagleikans.
Samkvæmt vísdómi sínurn dæmir Guð
syndina af því að hún er heimska.
Samkvæmt sínum fullkomna sannleika
birtist reiði Guðs yfir syndinni, af því að
hún er afneitun sannleikans og óhlýðni við
sannleikann.
Samkvæmt sínum heilaga hreinleika er
syndin Guði andstyggð, af því að hún er
saurgun og óhreinleiki.
Sem hinn almáttugi skapari hefur hann
vanþóknun á syndinni, af því að hún afmynd-
ar og afskræmir mynd þans í manninum.
Sem hinn eilífi dómari refsar hann sjer-
hverri yfirtroðlu, sjerhvei’ju broti á hinum
eilífu lögum. Brot á lögmáli eldsins hefur
bruna í för með sjer.
Sem Drottinn og konungur bælir hann nið-
ur hverja uppreisn.
Seni hinum eilífa föður sárnar honum við
syndina, sem skilur oss, er hann elskar, frá
honum.
Og svo elskaði hann heiminn, hinn fallna
mannheim, að hann gaf sinn eingetinn son,
til ]>ess að hver sem trúir á hann, skyldi ekki
glatast, heldur hafa eilíft líf. Þetta er hið
mikla fagnaðarerindi Guðs til mannanna,
fagnaðárerindi, sem er kraptur Guðs tn
hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir. Sá.
sem hlýðir þessu og tekur á móti því og lif-
ir í því, hann frelsast frá reiðinni og hin
„frelsandi reiði“ breytist í hina lífgefandi
uppalandi og fyrirgefandi náð. Þú, sem nú
lifir án Guðs, án trúar á Jesúm Krist, þú ert
nú undir reiðinni, og kemst þaðan ekki nema
þú snúir þjer frá syndinni til Guðs kærleika
í Jesú Kristi. Gjörðu það sem fyrst. Guð
kallar á þig og þráir þig, þú varst skapað-
ur honum til handa og þú fær aldrei frið fyr
en þú hvílist í honum. Láttu ekki ginnast af
tæliröddum veraldarinnar, nje af nokkurri
stefnu, sem vill fjarlægja þig frá frelsara
þínum, hvað girnilegar sem slíkar stefnur
eru, því þær bera dauðann í sjer. Jesús
Kristur, hinn lifandi og upprisni frelsari, er
hinn einasti sem megnar að hrífa þig undan
valdi syndar og dauða til eilífs frelsis guðs
barna.
Orð Guðs til íhugunar:
„Með harðúð þinni og iðrunarlausa hjarta
safnar þú sjálfum þjer reiði á reiðidegi og
opinberunar guðs rjettláta dóms, sem mun
gjalda sjerhverjum eptir verkum hans •
Þeim, sem með staðfestu í góðu verki leita
vegsemdar og heiðurs og ódauðleika, eilíft
líf, og þeim, sem leiðast af eigingirni og ó-
hlýðnast sannleikanum, en hlýðnast ranglæt-
inu, reiði og óvild“. Róm. 2, 5—8.
„Jeg er vegurinn, sannleikurinn og lífið;
enginn kemur til föðursins nema fyrir mig‘„
segir Jesús. Jóh. 14, 6.
Enginn lifandi maður rjettlætist fyrir hon-
um af lögmálsverkum.
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð
og þeir rjettlætast án verðskuldunar af náð
hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi
Jesú. Róm. 3, 20; 24.