Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Síða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M.
5
HJARTA
Eptir Edmondo de Amicis.
Bók handa drengjum.
Frantí kastaði brjefkúlu í hann; sumir ráku
upp kattarvæl; aðrir lömdu í hausinn hver
á öðrum. Það er ekki unt að lýsa óganginurii.
Þá kom allt í einu dyravörður og sagði:
„Ilerra kennari, skólastjóri vill finna yð-
ur“.
Kennarinn reis upp og hraðaði sjer út,
alveg eins og örvinglaður maður. Nú urðu
ól'ætin ennþá óhemjulegri en áður. En allt í
einu stökk Garróne upp, sótrauður í framan.
llann kreppti hnefana og hrópaði með rödd,
sem titraði af reiði.
„Hættið þessu. Þið eruð villidýr! Þið níðist
á kennaranum af því að hann er svo mein-
laus. Ef hann berði ykkur sundur og saman,
munduð þið verða lúpulegir eins og hundar.
Þið eruð raggeitahyski! Sá fyrsti af ykkur,
sem fer að áreita hann aptur, skal mæta
rnjer fyrir utan og jeg' skal mölva í honum
tennurnar. Jeg sver það — jáfnvel fyrir
eugunum á föður hans sjálfum!"
Það varð dauðaþögn. Það var reglulega
fullegt áð: sjá Garróne, hvernig augu hans
leyptruðui; iíánn var eins og ungt, æðandi.
ljón. Hann starði á þá ósvífnustu hvern á
eptir öðrum, þangað til allir urðu niðurlútir.
Þegar aðstoðarkennarinn kom aptur talsvert
rauðfeygður, þá heyrðist hvorki hósti nje
stuna. Hann stóð alveg undrandi. Þá sá hann
Gafróne' sem enn þá titraði af geðshræring-
unhi, og þá skildi hann allt og sagði í þýð-
um róm: „Þakka þjer fyrir, Garróne!"
“v ’ .* -*••
•'Mtfbe'; ■ r.'íö?ö^v1*...
Bókasafnið hans Stardís.
Jeg hef nú heimsótt Stardí. Hann á heima
beint á móti skólanum. Jeg fann í raun og
veru ofurlítið til öfundar, er jeg sá bókasafn
hans. Ilann er alls ekki ríkur og getur ekki
keypt mikið af bókum; en hann varðveitir
skólabækur sínar vandlega og fer ákaflega
vel með þær, og þá ekki síður með þær bæk-
ur, sem ættingjar hans gefa honum. Hann
sparar sarnan hvern eyrir, sem hann eignast,
og ver því öllu fyrir bækur. Á þenna hátt
hefur hann safnað sér dálitlu bókasafni og
þegar faðir hans varð var við þessa tilhneig-
ingu hans, keypti liann handa honum fall-
egan bókaskáp úr hnotviði með grænu for-
hengi fyrir, og flestar bækur hans hefur
hann látið binda inn fyrir hann og lætur
bindin vera í þeim litum, sem honum líkar
bezt. Þegar hann kippir í smátaug, þá renn-
ur græna forhengið til hliðar, og í ljós koma
þrjár raðir af bókum með alla vega litum
kjölum og gylltum bókanöfnunum. Það eru
sögubækur, ferðasögur, og ljóðabækur; sum-
ar eni með myndum. Hann hefur góðan
skilning á að raða upp eptir litum svo að það
verði sem fallegast á að sjá. Þær hvítu set-
ur hann við hliðina á þeim rauðu; þær gulu
við hliðina á svörtum og þær bláu við hliðina
á hvítum o. s. frv. Þegar horft er á þær í
dálítilli fjarlægð, er það prýðilegt að sjá.
Ilonum þykir gaman að breyta til um sam-
röðun litanna.
Hann hefur sjálfur búið sjer til bókaskrá.
Hann er eins og bókavörður. Hann stendur
við skápinn sinn, tekur bækurnar fram, þurk-
ar af þeim hvert rykkorn, blaðar í þeim; það
eí vert að sjá, með hve mikilli varfærni hann
hirðir um þær; opnar þær varsamlega með
sínum stóru, klunnalegu höndum, blæs i
gegnum blöðin og annast þær þannig með
mikilli varfænii; þannig verða þær allt at
sem nýjar. Allar mínar bækur eru máðar og
snjáðar. Hann hefur unun af svo að segja
að fægja nýja bók, sem hann eignast, velja
henni stað í skápnum, taka hana út aptur og
skoða hana í krók og kring, og meðhöndla
hana eins og væri hún einhver helgidómur.
Hann sýndi mjer ekkert annað í heilan
klukkutíma. Nú bar svo við að inn í herberg-
ið kom faðir hans. Hann er stór og þrekinn
eins og Stardí, hefur stórt höfuð eins og
hann og er digurróma eins og hann. Hann
gaf honum tvö eða þrjú smáhögg aptan á