Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 8
6
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M.
hálsinn og sagði við mig: „Hvað segirðu um
hann, ha, um þetta koparhöfuð? Það er
skalli í lagi, sem ryður sjer braut, þar sem
hann vill. Vertu viss um það!“ Og Stardí lok-
aði augunum við þessi óþýðu blíðuatlot alveg
eins og stór veiðihundur, þegar honum er
klappað. Jeg veit ekki í hverju það liggur,
en mjer fannst óviðeigandi að segja nokkuð
í gáska eða gamni við hann; mjer fannst
það næstum ósennilegt að hann væri ekki
nema árinu eldri en jeg. Þegar hann fylgdi
mjer til dyra og sagði við mig með sínum
vanaleg alvörusvip: „Vertu nú sæll!“ Þá var
ósjálfrátt rjett komið fram á varir mjer:
„Verið þjer sælir“ eins og jeg væri að kveðja
fullorðinn mann.
Jeg hafði orð á þessu við föður minn, er
jeg kom heim, og sagði: Jeg skil ekki í
hverju það liggur; Stardí er eiginlega ekki
gáfaður, hann er ekki kurteis, og andlitið
fremur ósnoturt, en samt sem áður vekur
hann hjá mjer virðingu fyrir sjer“.
„Það kemur til af því, að hann hefur
skapfestu til að bera“, sagði faðir minn. Og
jeg bætti við: „Alla ldukkustundina, meðan
jeg var hjá honum, sagði hann lítið, sýndi
mjer engin leikföng, og hló ekki einu sinni,
o< samt undi jeg mjer vel hjá honum“.
Og faðir minn svaraði:
„Það er af því að þú kannt að meta hann“
Já rnsmiðssonurinn.
Já, en jeg met líka Prekossí, já, meira er-
það — Prekossí, járnsmiðssoninn, granna,
litla piltinn sem hefur svo vingjarnleg og
angurblíð augu, og svip sem hræðsla skín
út úr; hann, sem er svo feiminn að hann seg-
ii allt af „Fyrirgefðu“, er allt af veikluleg-
ur, en samt svo kappsamur að læra. Faðir
lians kemur heim drukkinn og lemur hann
algjörlega að ástæðulausu, og þeytir bókum
hans og stíiabókum í allar áttir. Og Prekossí
kemur í skólann með svörtum og bláum mar-
blettum í andlitinu og stundum er andlitið
bólgið og augun þrútin af gráti. En aldrei
fæst hann til að játa að faðir hans berji
hann. „Faðir þinn hefur víst barið þig
núna“, segja drengimir við hann. Þá hrppar
hann upp yfir sig: „Það er ekki satt; það er
ósatt!“ til þess að bera blak af pabba sínum.
„Þú hefur ekki brent blöð í stílabókinn’
þinni sjálfur“, sagði kennarinn við hann og
sýndi honum hálfbrend blöðin í bókinni hans
„Jú“, sagði hann með titrandi röddu, „jeg
missti hana á eldinn“.
En vjer vitum nú allir samt sem áður, að
faðir hans drukkinn sparkaði um koll borð-
inu, þar sem hann var að skrifa, svo kertið
valt um koll. Hann á heima í herbergi upp
undir súðinni í húsinu okkar en þangað upp
liggja aðrar höfuðdyr á húsinu. Dyravarðar-
konan hefur sagt mömmu minni um það allt
saman. Silvía systir mín heyrði hann æpa
einn dag niðri á grashjallanum, þegar faðir
hans hafði hrundið honum niður stigann af
því að hann bað um aura til þess að kaupa
málfræðisbók fyrir. Faðir hans drekkur og
vinnur ekki og fjölskyldan hefur ’opt ekki
málungi matar. Opt kemur Prekossí hungr-
aður í skólann, og nartar í laumi í brauð-
snúð, sem Garróne hefur gefið honum eða
epli sem fyrverandi kennslukona hans úr
fyrsta bekk hefur fært honum. En hann
hann segir aldrei: „Jeg er svangur af því
faðir minn gefur mjer ekkert að borða“.
Stundum kemur faðir hans að sækja hann
við tímalokin, ef hann á leið þar fram hjá.
Ilann er fölur, og óstöðugur í gangi, og and-
lit hans er þrútið. Hárið lafir niður undir
augu og hann lætur húfuna sitja á skakk.
0.g aumingja drengurinn titrar þegar hann
kemur auga á hann á götunni. En hann
hleypur á augabragði á móti honum; og fað-
ir lians lætur varla sem hann sjái hann, eins
og hann sje að hugsa um eitthvað annað.
Aumingja Prekossí! Hann lappar upp á
rifnu stílabækurnar sínar, fær lánaðar bækur
til að læra i, og festir saman rifumar í
skyrtu sinni með títuprjónum. Það er brjóst-
umkennanlegt að sjá hann í leikfimi í þess-
um stóru skóm sem ætla að gleypa hann, í
þessum allt of skálmalöngu buxum og treyj-