Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Side 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Side 3
MANAÐARBLAÐ KFUM R EYK J AVÍ K >í*rrr Júnf 19 29 Hálfvelgja. Þetta seg-ir hann, sem er Amen. votturinn trúi og sanni, upphaf Guðs skepnu: Jeg þekki verkin þin að þú ert hvorki kaldur nje heitur, betur að þú værir kaldur eða heitur. Opinb. 8, 14-15. Hálfvelgja er viðbjóðsleg í hverju sera er. Hálfvelgja í trúarefnura er þó viðbjóðslegust allrar hálfvelgju. Hún veit ekkert hvað hún vill, við hana er ekkert skarpt nje afgjör- andi. Hún er kærulaus, og vill þó sjálfsblekk- ingu. Hún heldur að hún sje svo auðug og þarfnist einskis, en veit ekki að hún er vesa- lingur, aumingi og fátæk. Hún heldur að hún sje afar víðsýn og upplýst, en veit ekki að liún er blind og gjörsneydd allri andlegri reynslu. Hún þykist vera skreytt dýrindis drottningarskrúða, en sá skrúði er eins og fötin keisarans í æfintýrinu, því hún er í raun og veru nakin. Þegar hálfvolgir menn tala um kristindóm, er svo mikið tómahljóð í þvi, svo Jítill raunveruleiki bak við orðin, að það er líkast því sem blindur dæmi um lit, eða daufur um hljóðfæraslátt. Að heyra menn sem ekkert vit hafa á hljófæraslætti, dæma um snildarverk tónlistarinnar með miklum gorgeir, þykir hlægilegt; og að at- hlægi verður sá sem breiðir sig út yfir mál- verk, en hefur ekkert vit á því, sem hann er að dæma um. En að slá fram óyggjandi dómum um trúna og eðli hennar, og um trú- arjátningar kirkjunnar, þykir heimilt hverj- um manni, þótt hann hafi enga reynslu trú- arinnar í lífi sínu, Til eru þeir, sem vísvit- andi kasta öllum kristindómi fyrir borð og vilja alls ekkert hafa saman við hann að sælda; þeim er illa við hann og vilja gjarna gjöra honum allt til tjóns sem þeir geta. Þeir eru ekki hálfvolgir, heldur ísjökulkaldir, því þeir reyna til að slökkva hvern neista, sem í þeim kann að dyljast frá bernsku árunum. Þó má bera meiri virðingu fyrir slíkum mönn- um, heldur en þeim sem hálfvolgir eru bæði í kristindómi sínum og í vantrú sinni og opt er meiri von um hina heilsteyptu afneitara og hatursmenn kristindómsins, en hina hálf- volgu, sem vilja bæði vera heimsbörn og Guðsbörn, sem bæði vilja þjóna Guði og Mammon, sem enga alvöru eiga í neinu; hinir hálfvolgu hafa ávalt verið átumein kristninnar. Þeir hafa að vísu auðgað kristn- ina að höfðatölu, þeirra vegna verður nafn Guðs vors lastað meðal heiðingjanna. Þeirra vegna hefur opt borið svo lítið á trúareldi og kærleiksloga kristindómsins, svo að þeir tímar hafa verið til, að Guðsríkið var aðeins eins og falin glóð undir öskudyngju í hlóð- um; þeir hálfvolgu eru askan, sem liggur eins og farg yfir eldinum, svo að hann getur ekki blossað upp, fyr en öskunni er rutt frá og á þeim tímum, þegar ofsókn eða þrenging steðjar að, þá fýkur askan frá og hinn lif- andi eldur kemur í ljós. Þá glæðist trúin hjá hinum lifandi kristnu og verður að björtu

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.