Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Page 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
8
ásjónu hins himneska föður og sagt A b b a
elskulegi faðir, og látum oss styrkja trú vora
og gleði með því að líta upp til hans á hverj-
um morgni og segja: Jeg trúi á Guð föður,
almáttugan skapara himins og jarðar“.
Og fyrir hann eru allir hlutir. Jesús Krist-
ur guðs son er aðalbirting kærleika guðs,
sem gaf oss þenna sinn eingetinn son til þess
að hver sem á hann trúir glatist ekki, held-
ur hafl eilíft líf. Pyrir náðarríkdóm Guðs
sonar höfum vjer endurlausnina og friðinn
við guð frelsið frá synd og dauða. Pyrir
hann höfum vjer þenna alopna aðgang að
Guði og barnarjettinn og vonina og rjett-
lætið. Mennirnir fjellu frá Guði, upphafi sínu,
og skapara, og vegsömuðu hann ekki sem
Guð og gáfu honum ekki dýrðina, en of-
metnuðust og völdu sjálfa sig og heiminn í
staðinn fyrir Guð, og svo viltust þeir frá
honum og tóku að dýrka og tilbiðja skepn-
una í stað skaparans, og syndin sleit þá frá
Guði. En Guð elskaði allt af og auglýsti
elsku sína í gjöfum sínum og umburðarlyndi,
og með því að upplýsa menn sem hann út-
valdi sjer fyrir boðbera bæði meðal hinnar
útvöldu þjóðar og meðal heiðinna þjóða, spá-
menn spekinga og skáld og talaði til mann-
kynsins fyrir munn þeirra. Hann útvaldi
heimsríki og stórmenni til að undirbúa fram-
kvæmd ráðsályktunar sinnar mannkyninu til
frelsis. Svo í fyllingu timans, þegar allt var
undirbúið, sendi hann Son sinn eingetinn í
heiminn, fæddan af konu lögmálinu undir-
gefinn. Guðdómurinn sameinaðist manndóm-
inum, orðið varð hold; og Guðssonurinn gjörð-
ist mannsonurinn, og sagði oss frá kærleika
föðursins og þrá hans eptir oss mönnunum.
Hann einn þekkti Guð, einB og hann sjálfur
segir: „Enginn þekkir Pöðurinn nema Son-
urinn og sá, sem Sonurinn vill opinbera
hann“. Hann kom og rjetti oss höndina og
bauðst til að leiða oss aptur til Guðs. Og
þeir sem móti honum tóku, fengu vald til að
verða Guðs börn. Ilann lagði sjálfur braut-
ina til Guðs og hann er sjálfur vegurinn.
Hann er lífsljósið tendrað til þess að hver,
sem fylgir honum, gangi ekki í myrkri held-
ur hafl ljós lífsins. Hann er sjálft lífið og allt
líf streymir útfrá honum. Og hann gaf líf
sitt til lausnargjalds og friðþægði oss við
Guð. Og allt þetta staðfesti hann með upp-
risu sinni frá dauðum. Og öllum býður hann
að koma til sín, og allir hafa þörf á honum,
því allir hafa syndgað, og án lians kæmist
enginn undan hinum eilífa dauða. Fyrir hann
höfum vjer frjálsan aðgang að náðinni og að
lífi og ljósi Guðs dýrðar. Þess vegna segir
heilög kirkja: Jeg trúi á Jesúm Krist, Guðs
eingetinn son, drottinn vorn, getinn af heilög-
um anda, fæddan af Maríu Meyju. Honum sje
dýrð um aldir alda. En vjer þurfum guðlega
hjálp til þess að geta meðtekið þenna sann-
leika, ekki aðeins til þekkingar heldur til
lífs. Þess vegna sendi Guð oss Heilagan Anda
til þess ekki, aðeins að sannfæra oss um
synd og rjettlæti og dóm, heldur til þess að
gefa nýtt lífsafl, nýja tilveru. Hann fæðir
oss inn í þessa nýju tilveru; hann er hin
mikla líf- og ljós-móðir, sem bæði tendrar
lífið og viðheldur því og nærir það og full-
komnar. Hann er kærleikurinn og þráir að
hver maður fæðist inn í þessa nýju tilveru
lífsins. Það er undursamlegt líf, lífið í trúnni
og samfjelaginu við Guð. Heilagur Andi kem-
ur þangað, sem hann fær inngöngu og gjörir
hjartað að musteri, þar inni biður hann fyrir
os8 með ósegjanlegum andvörpunum, og
vinnur að því að fullkomna þá trú að
Guð sje faðir vor, og hann skapar lífsaflið í
djúpi sálarinnar og lætur það vaxa. Hann
andar á það sem hann hefur gróðursett til
þess að það megi þroskast og bera ávöxt
Hann leiðir oss til Guðs, knýr oss áfram lað-
ar oss og annast, Hann sameinar hugina, og
styrkir viljann. Þess vegna segir heilög
kristni: Jeg trúi á Heilagan Anda. Honum
sje dýrð um aldir alda. Dýrð sje Guði, Pöður,
Syni og Heilögum Anda svo sem hún var
frá upphafi, er og verður frá eilífð til eilífðar.