Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Síða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Síða 4
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. báli. Þá vegsamast drottinn, og dýrð hans verður augljós. Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum, þá mun Kristur lýsa þjer! Þrcnningarhátfð. Hinn hátíðlegi pistill, sem valinn hefur ver- ið á þessari hátíð kristninnar, er tekinn úr brjefi postulans Páls til Rómverja. Postulinn hefur sett sjer fyrir sjónir og lesendum sín- um stórmerki Guðs ráðsstöfunar til frelsis föllnu mannkyni, og hefur leitt oss inn í hið allra heilagasta í þessari ráðstöfun, inn í leyndardóm friðþægingarinnar og rjettlæt- ingarinnar í Jesú Kristi, svo endar hann þenna lærdómskafla brjefsins með þessum lofsöng: Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekking- ar Gfuðs. Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans. . . . Því að frá honum og fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sje dýrð uro aldir alda. Amen. Þetta er viðeigandi pistill á hinni heilögu há- tíð, þegar vjer eins og drögum saman í eina summu innihald allra hinna þriggja stórhá- tíða kirkjuársins. í þessari hátíð er það allt fólgið; í henni eru jólin með fagnaðarsælum boðskap, að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son; í henni eru páskarn- ir með hinn eilífa friðþægingarboðskap, að þessi Sonur, sem oss var geflnn, gjörðist páskalamb vort, og tók á sig vora synd til þess að bera hana burt, og gjörðist synd fyrir oss, svo að vjer mættum öðlast fyrir- gefningu og frið; og í henni er Hvítasunnan, er boðar oss, að Guð hinn Heilagi Andi kom niður til vor til þess að vjer mættum fyll- ast af lífi og krapti Jesú Krists og verða höndlaðir af honum og verða leiddir aptur inn í samfjelagið við guð sem vjer í syndum vorum höfðum yfirgefið, og gætum svo lifað í náð Jesú Krists, kærleika Guðs og sam- fjelagi Heilags Anda. — Prá honnm eru allir hlutir. Prá honum er öll góð og fullkomin gjöf, sem kemur ofan frá föður ljósanna. Allt streymir frá honum. Hann er byrjandi alls, og heldur öllu við. Hann er með í sköpunarverki sínu, og allt hans eðli er kærleikur, lifandi, starfandi, vilj- andi kærleikur. Allt ilmar og angar af kær- leik lians; ilmurinn í hverju blómi er sem eimur af andardrætti hans; öll sönn fegurð er sem brosið af kærleik hans. Með aliri sannri fegurð sem opinberast augum eða eyrum, er kærleikur hans að reyna til að laða fram hið dýpsta og innsta í sálum þeirra, sem hann hefur skapað í sinni mynd með hæfileika til að njóta þessa kærleika, skilja hann og svara honum með endur- kærleika. Frá honum eru allir hlutir; af honum fær allt faðerni sitt nafn, og hann þráir ekki að- eins að kallast faðir, heldur að menn skvnji hann sem föður í virkilegri sameiningu og umgengni. Þessvegna þráir hann ástarorð og lofgjörð barna sinna; það eru ekki orðin sem hann þráir heldur kærleika hjartans. En tnannleg tungumál eru svo ófullkomin, að pau geta ekki túlkað hið innsta og duldasta í skynjun anda vors, og þegar vjer syngj- um lofsöngva vora, og vegsömum Guð með allskonar lofsorðum, þá eru það ekki hin ófullkomnu lýsingarorð, sem hann gleðst yfir, heldur sá undirstraumur af kær- leika og þakklæti, sem liggur á bak við þau, alveg eins og móðir gleðst við gæluorð litla bárnsins síns, ekki vegna orðanna heldur þess sem hún veit og finnur að á bak við er. Barnið er ekki að smjaðra fyrir móður sinni með gæluorðum sínum, þau eru stund- ura óviðeigandi og illa valin. Svo er um guðs börn. Þau dásama Guð með þeim fegurstu orðum, og stundum eru þau ekki vel valin, en hvað gjörir það til, þar sem hann les það sem á bak við er, og gleðst af því. Látum oss því eigi spara vora barnalegu lofsöngva, svo framarlega sem vjer finnum og vitum að vjer erum guðsbörn fyrir trúna á Jesúm Krist, svo vjer fyrir hann getum litið inn í

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.