Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Qupperneq 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1929, Qupperneq 7
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. 5 H J A R T A Eptir Edmondo de Amicis. Bók handa drengjum. Austurríkismenn voru nú komnir enn nær. Afmynduð andlit þeirra voru nú þegar sýni- leg gegnum reykinn; og mitt í skotgnýnum mátti heyra óp þeirra og storkunaryrði, og köll þeirra um að gefast upp, annars væn ekkert í vændum nema dauðinn. Sumir af hermönnunum voru hræddir og hörfuðu frá gluggunum, en undirforingjarnir ráku þá jafnharðan fram aptur. En vömin varð lin- ari, og á öllum mátti sjá vonleysi og örvænt- ing. Það var ekki unnt að veita mótspymu mikið lengur. Þá linuðu Austurríkismenn skothríðina og heljarmikil rödd barst til hinna umsetnu fyrst á þýzku og þarnæst á Itölsku: „Gefist upp!“ „Nei!“ öskraði höfuðsmaðurinn út um glugga. Og nú byrjaði skothríðin enn ákaf- ari og heyptarfyllri en áður, á báðar hliðar. I þessari svipan fjellu enn nokkrir hermenn. Nú var meira en einnn gluggi varnarmanna laus. Úrslita augnablikið stóð fyrir dyrum. Iföfuðsmaðurinn var að tauta með sjálfum sjer: „Þeir koma ekki, þeir koma ekki!“ og hann þaut um kring með kreptum hnefutr. og sveigði sverð sitt eins og óður væri, og ásetti sjer að falla heldur en gefast upp. Þá kom undirforingi hlaupandi ofan af lopti og hrópaði hárri röddu: „Þeir eru að koma!“ „Þeir eru að koma!“ æpti höfuðsmaðurinti yfir sig af fögnuði. Við þetta óp þyrptust allir út að gluggun- um, særðir og ósærðir, liðsmenn og foringj- ar, og hertu á vörninni. Nokkrum mínútum seinna mátti sjá nokk- urskonar hik koma á óvinina og ruglast tóku raðir þeirra. Höfuðsmaðurinn safnaði nú hóp af þeim er eptir lifðu saman í stofunni á neðsta gólfi og bjó allt undir að g'jöra útrás með settum byssustingjum. iSíðan þaut hann upp stigann. í sama bili heyrðu varnarmenn dunur af fótatökum, og síðan húrraóp, og sáu út um glug'gana hina tvíspertu hatta ítala, sem gengu fram í fylkingu gegnum reykinn og hersveit vera að nálgast húsið á hraðgöngu. Mátti nú sjá vopnablik og bar- ciaga í návígi. Þá voru opnaðar framdyr húss- ins og út ruddist hópurinn, sem byrgðir höfðu verið inni svo lengi. Þeir rjeðust á fylkingu Austurríkismanna, er var þar beint framundan, og nú stóðst ekkert fyrir þeim. Raðir óvinanna rugluðust og lögðu síðan á flótta. Ilæðinni og húsinu var borgið og sterkt setulið var sett þar með fallbyssum að verja hæðina. Höfuðsmaðurinn, og þeir sem eptir voru af hetjuhóp hans, fór nú aptur til herdeildar sinar; hann hjelt áfram að berjast, fjekk sár af byssukúlu í vinstri höndina í síðustu hi inunni um kvöldið. Dagurinn endaði með sigri á vora hlið. En daginn eptir stóð aptur ný orusta, voru ítalir ofurliði bornir, þrátt fyrir ágæta vörn móti óvígum her Austurríkismanna og morg- uninn 26. urðu þeir að halda undan til Min- cio. Þótt höfuðsmaðurinn værí særður, fylgdi hann þó fótgangandi hermönunm sínum á undanhaldinu. Voru þeir allir þreyttir og þögulir. Um kvöldið komu þeir til Goito við Mincio. Hann fór þegar í stað að leita uppi liðsforingja sinn, sem hjúkrunarliðið hafði tekið að sjer særðan í handleggnum; hlaut hann að vera kominn þangað á undan her- göngusveitinni. Honum var vísað til kirkju einnar, sem gjörð hafði verið að bráðabyrgð- ar sjúkrahúsi. Hann hjelt þangað. Kirkjan var full af særðum mönnum, er lágu í rúm- um, settum í tvær raðir, og á dýnum á gólf- inu. Tveir læknar og margir aðstoðannenn \oru þar á þönum, önnum kafnir; stunur og niðurbæld vein voru að heyra hvaðan æfa. Við innganginn nam höfuðsmaðurinn staðar og skimaði um eptir liðsforingja sín-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.