Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Síða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M.
51
Pið getið t. d. sagt frá ýmisleg-ri reynzlu
vkkar í starfinu, í þeirri grein þess er þið
þekkið bezt eða þá frá andlegri reynzlu ykk-
ar. —
Komið fram .með tillögur og hjálpið með
því móti til þess að hið þýðingarmikla starf
vort sje rekið á rjettan hátt. Munið eptir
því að f jelagið er ykkar f jelag, og svo framar •
lega, sem ykkur þykir vant um það, þá hafio
þið ekki aðeins rjett, heldur og líka skyldu
og löngun til, að vinna fyrir það og styðja
það á hvern þann hátt, sem þið getið.
Mörgum erfiðleikum væri hæg't að ryðja
úr vegi ef vjer allir tækjum virkari þátt i
hinu daglega starfi fjelagsins; gjörðum t. d.
það. sem vjer gætum til þess að fundirnir
yrðu fjölsóttari og skemmtilegri, og salurinn
vistlegri. Varist, um fram allt, að ímynda
ykkur að þið getið ekkert stutt að þessu, ef
þið aðeins viljið. Ef til vill er það nú ekki
ávalt viljinn, sem vantar, heldur er það trú-
in á að geta gert eitthvert gagn, sem skortir
hjá svo mörgum. Lítillæti fer að vísu ung-
um mönnum vei, en þó getur það orðið að
veikleika, þegar það lamar eðlilega dyrfsku
og þrótt æskunnar. En það eiga einmitt að
vera sjerkenni og fegurð æskulýðsstarfsins,
hraði, framsækni og áhugaglóð.
Þið, sem kunnið vel við ykkur í fjelaginu
og unnið því, megið þá heldur ekki gleyma
að tala um það við fjelaga ykkar. Þið haldið
því þó varia fram að þið getið það ekki?
Ef þið gjörðuð það, annað hvort að tala
við aðra eða skrifa í blaðið um fjelagið og
hvettuð svo aðra til að halda það og lesa það,
þá skylduð þið sjá mikla breytingu til batn-
aöar í mörgu tilliti. Þá myndi oss verða að
óskum vorum í því, að margir þeirra, sem
nú vanrækja að sækja fundi fjelags vors,
vegna þess að þeir halda að fundirnir hafi
ekkert að bjóða, færu að koma og þeir myndu
komast að raun um, að sá fjelagsmaður, sem
vanrækir t. d. fimtudagsfundina í A.-D. og
sunnudagsfundina í U.-D., fer á mis við hið
bezta, sem fjelag vort hefur að bjcða; að þeir
þekkja ekki hina sönnu fjelagsgleði og eiga
því ekki eðlilegan kærleika til fjelagsins.
Þegar vjer með þessum línum hvetjum hver
annan til að starfa fyrir fjelag vort á einn
eða annan hátt, þá er það gjört vegna þess
að það samrýmist fjelagshugsjóninni. Vjer
sameinumst í fjelag einmitt til þess að hjálp-
ast að og styðja hver annan í sameiningu,
en ekki til þess eins að njóta eða setja út
á það, sem miður fer, heldur einmitt til þess
að vjer sjálfir getum glaðst og þroskast við
það að vera sarnan og skiptast á hugsunum
og orðum hver öðrum til gagns og ánægju.
Þetta er einmitt það, sem vjer þörfnumst.
Vjer þörfnumst góðra fjelaga og vina, og
vjer þurfum góð og heil ráð, sem sprottin
eru af og byggð á vinsemd og skilningi. Það
styrkir trú vora á málefnið og hjálpar oss
til sigurs.
Kappkostum því að vera góðir lagsbræður.
Góður lagsbróðir hjálpar vinum sínum og
fjelagið ætlast til þess af honum. Hjer hefir
verið drepið á margt í þá átt, en margt er
þó ótalið.
Að lokum skal aðaláherzlan lögð á þetta:
Skrifið í blaðið ef þið getið, hvetjið aðra til
að halda það og lesa og talið við aðra um
fjelag vort og fáið þá til að kynnast því.
Ný handrit
af Biblíunni, all-mikið eldri en þau, elztu sem
áður eru til, eru nýlega fundin í Egyptalandi.
Þessi dýrmætu papyrus-blöð virðast hafa ver-
ið í ýmissra höndum og lent hingað og þang-
að, en nú er verið að safna þeim saman og
koma þeim fyrir í British museum til rann-
sóknar og svo til birtingar. Handritin virð-
ast vera frá. upphafi 2. aldarinnar, en hin
elztu handrit, sem áður eru kunn, eru ekki
eldri, en frá því um miðja 4. öld. 1 öllum
aðalatriðum eru þessi nýju handrit samhljcða
þeim texta er vjer höfum og eru þau því að-
eins staðfesting á því að vor Heilaga Ritning
er sönn og rjett.