Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Blaðsíða 11

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Blaðsíða 11
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 57 ins, voru hinar ágætustu, og undravert hvad mikið var gefið, þegar þess er gætt, hve all- ur vöruinnflutningur til landsins er takmark- aður. Viðskiptalífið var hið fjörugasta alla markaðsdagana og skemmtanirnar, sem nú voru aðeins tvær, báðar á sunnudaginn, voru vel sóttar, enda ágæt skemmtiatriði í bæði skiptin; einkum var kvöldskemmtunin vel sótt, þá var stóri salurinn alskipaður. Petta var nú sjötti haustmarkaður vor, og sýndi það sig greinileea, eigi síðúr en áður, bæði innan fjelags og utan þess, að hanu er orðinn vins nll og ómissandi þáttur í starfi voru. Mánaðarblaðið flytur hjer með innilegt þakklseti f jelagsins öllum þeim, sem á einn eða annan hátt studdu að því að gjöra þessa daga svo ánægjulega, og að hinum góða árangri er þeir gáfu. Sönglög K. F. U. M. Það hefir lengi verið tilfinnanleg vöntun á sönglagabók, er hefði inni að halda söng- lög við þá sálma og söngva, sem notaðir eru á samkomum og í starfi K. F. U. M. hjer á landi. Var þörfin fyrir slíka bók oi'ðin svo aðkallandi, einkum hjá K. F. U. M. utan Reykjavíkur, að við svo búið mátti ekki standa lengur. En nótnaprentun er svo dýr og sölumöguleikar fyrir slíka bók svo litlii, enn sem komið er, að eigi var fært að ráðast í útgáfu hennar á þann hátt. Var þá að tilblutan stjórnar K. F. U. M. í Reykjavík, það ráð tekið, að láta f jölrita bók- ina með nýrri fjölritunaraðferð, því þaö reyndist viðráðanlegra, að því er kostnaðinn snertir og munar litlu að jaíngott sje og prentað væri. Er svo þessi bók nú komin út og er þess að vænta, að með henni sje bætt úr bráðustu þörfinni, svo að allir söngvar K. F. IJ. M. geti komið fjelögunum að fullum notum. Gert er i'áð fyrir því, að fjelögin, sem þessi bók er aðallega ætluð, eigi annaðhvort Kirkjnsöngsbók Sigfúsar Einarssonar eða Bjarna Þorsteinssonar, og er þeim lögum, sem finnast í þeirn báðum, slept, en aðeins vísaö til þeirra í efnisyfirlitinu. öll lög önnur, við sálma í »Söngbók K. F. U. M.«, »Söngbók yngri deilda K. F. U. M.« og »Söngbók fyrir sunnudagaskóla« eru tek- in í bókina og auk þess nokkur fleiri við nýja söngva, sem sungnir eru í K. F. U. M. i Reykjavík og oi'ðið hafa til, síðan þessar h » k ur voru prentaðar. Gunnar Sigurjónsson, guðfræðinemi, hefur annast undirbúning bókarinnar og skrifað nóturnar, en Fjölritunarstofa Daníels Hall- dórssonar annast fjölritunina og hvortve?gja vandað verk sitt &vo sem kostur var á. Yðeins 100 eintiik voru gefin út af bók- inni og mikið af þeim lofno áskrifendum fyr- ir fram. Það sem eptir er fæst aðeins í Bóka- vcrslun Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4 Framkvæmdastjórinn, síra Fr. Friðriksson, er nú á Akranesi o:r þjónar fyrir síra Þorst. Briem, meðan a * hann situr hjer á Alþingi. Eins og geta m nærri, gleymir síra Friðrik ekki köllun sinni. starfinu meðal drengja og ungmenna, me an hann dvelur þar. Hann heldur þar fjöl- sóttar drengjasamkomur, kannar jarðvegin og undirbýr hann, svo að vænta má mei tíðinda ]iaðan áður en lýkur, ef Guð lofar. Bókasafnið er nú aptur opið til útlána fyrir allar deildir eins og áður. Herbergi þess hafa ver- ið ræstuð og máluð og bækurnar viðraðar í sumar. Því hafa bæzt allmargar ágætar, útlendar bækur, sem nánar verður gjörð grein fyrir hjer í blaðinu, þegar þær eru komnar í band og á skrá safnsins. Söngbók K. F. U. M. Söngbók sunnudagn-skólans, merki K. F. U. M., minningarspjöld byggingarsjcðs K. F. U. M. og K. er selt í Bókaverzlun Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4, sími 3504. Afgreiðsla Mánaðarblaðs K. F. U. M. er einnig á sama stað.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.