Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Side 6
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
52
Alþjóðabænavika.
K. F. IJ. M. og K.
11.—17. nóvember 1934.
Hin heilaga, almenna kirkja.
SUNNUD. 11. NÓV.
F œðing lcirkjunnar.
Lúk. 6, 12—16; — Matt. 16, 15—18; —
Post.s. 2, 37—47; — Efes. 2, .13—48.
Lærisveinarnir, sem Jesús hafði safnaö að
sjer, fylltust af nýjum krapti eptir hvíta-
sunnudaginn fyrsta og’ knúðir af þessum
krapti fóru þeir út að flytja mönnum fagn-
aðarerindi Guðsríkis. Án tillits til allra tálm-
ana af mannavöldum safnar kirkjan í einn
líkama öllum þeim, sem í trúnni taka á móti
boðskap Kr'sts og játa frelsun sína fyrir
dauða hans.
Látum oss minnast á frammi fyrir Guði:
Starf K. F. U. K., hið kristilega heimssam-
band stúdenta, og veraldarsamhand K.F.U.M.
Biðjum einnig fyrir K. F. U. M. og K. í
Reykjavík, fyrir öllum deildum og starfs-
greinum.
MÁNUD. 12. NÓV.
Kristur, grundvöllurinn ein'i
Posts. 4, 11—12; — Efes. 2, 19—22; -
4, 15—16; — Kól. 1, 16—20.
Ilin ósýnilega návist Krists mitt á meðal
þeirra, sem sameinaðir eru í nafni hans og
vinna fyrir hann, hefur stöðugt verið auð-
sýnileg í allri sögu kirkjunnar. En til þess
að eignast þenna andlega krapt, sem um-
mvndað getur líf einstaklinga og heilla þjóða.,
er ekki nóg að gefa náðarerindi Krists sam-
þykki sitt með skynseminni eða viðtaka sið-
ferðisreglur þær, sem guðspjöllin gefa. Krist-
ur heimtar algjört vald yfir oss ekki til þess
að gjöra oss að þrælum, heldur til þess að
gjöra oss frjálsa og veita oss sigurinn.
Minnumst frammi fyrir Guði á:
Starf fjelags vors í Afríku og hinum ýmsu
löndum hennar.
»Fjelögin í Sierra Leone biðja um sambæn
með sjer um það að Guð vilji hræra hjörtu
ungra manna, svo að þeir færu að þrá hið
éilífa líf, og það sem verða má Guði til dýrð-
ar og til útbreiðslu ríkis hans. Um kröptuga
úthelling Heilags Anda yfir unga menn til
þess að leiða þá í allan sannleika.«;
Biðjum fyrir K. F. U. M. og K. í Ilafnar-
firði.
ÞRIÐJUD. 13. NÖV.
Lögmál hins nýja samfjelags.
Jóh. 13, 34—35; — Matt. 20, 25—28;
Gal. 6, 2; — i. Kor. 13, 4—7.
Þangað til Kristur kom tilbáðu menn eða
óttuðust heimsöflin. Jesús kom með nýtt lög-
mál frá sínum himneska íöður, lögmál kær-
leikans. Sjálfselska o?; hatrv bera í sjer sæði
dáuðans; kærleikurinn éinn framleiðir líf. Á
þess”v (>r!a»;-.þr: ía í sögu veraldar-
innar þar 'fl ' ■ n farjetturinn má sm
svo mikils, erv i vjer sem meðlimir kirkju
Krists, kallaðir til þess að styðja að friði í
stað ófriðar, með því að gjöra kunnugt í orð-
um og eptirdæmi lögmál kærleikans, og með
því að gjöra Guðs vilja í þjónustu og fórn-
fýsi.
Látum oss frammi fyrir Guði nefna:
Starf hreyfingar vorrar í Amer5ku (Can-
ada, Bandaríkjunum, Mexíco — og ríkin í
Suður-Amerkíu).
Fjelögin í Mexíco biðja um sjei'staka fyrir-
bæn í þrengingum þeirra.
Biðjum fyrir K. F. U. M. og K. í Vesi-
mannaeyjum.
MIÐVIKUD. 14. NOV.
/ heiminum en ekki af heiminum.
Jóh. 17, 14—19; — 15, 18—23; — I. Pjet. 2,
9—12; — II. Tim. 3, 12 -15.
Kristnir menn kappkosta að rækja vel skyld-
ur sínar sem borgarar í jarðneskum ríkjum;
en Guðs ríki er þó meir á metunum en allt
annað. Þessi tvöfalda hollnusta getur komizt
í bága hvor við aðra, og gjöra það stundum,
og valda þá hatri og þjáningum fyrir trúaða