Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Qupperneq 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Qupperneq 8
54 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. sem samansafnast allt veldi og vegsemd þjóð- anna, í þeirri borg (hinni nýju Jerúsalem) skal kirkja allra sanntrúaðra um eilífð mikla og tilbiðja Guð og hafa í honum alla sælu sína um eilífð. Látum oss minnast fyrir augliti Guðs: Fjelagsstarfsins í hinum öðrum föndum Evrópu (sem ekki voru upptalin í gær). ítalir biðja um sambæn, að Guðs kraptur megi endurvekja andlega lífið í fjelögum vor- um. — Vjer biðjum ásamt fjelögunum í Jugóslavíu að Guð vilji vekja upp leiðtoga í starfinu þar. Þess sama þurfum vjer að biðja um oss til handa. -----»><£>-<•.- Foriugi vor. Þjóð vor er þjóð í nauðum stödd og hún þarfnast foringja, er geti leitt hana út úr nauðum hennar. Vjer sjáum aðrar þjóðir gjöra tilraunir til að framkvæma foringja- hugtakið. Þam hafa gefið sig á vald foringj- ans, í trausti til manngildis hans og yfir- burða, og þær hafa gefið sig hugsjónum hans á vald í von um að sterk handleiðsla hans muni færa landi og þjóð gæsilega framtíö. Þjóð vor hefur einnig þörf fyrir styrka bönd, sem sje fær um að sameina allt það, sem sundrað er — og sannarlega erum vjer sundr- aðir. Vjer þurfum styrka hönd. en hún þarf að stjórnast af einlægu hjarta, sem ber í sjer sama kærleikann til allrar þjóðarinnar, án tillits til þjóðmálaflokka eða manngrein- arálits. En hvar er slíkan foringja að finna? Það er enginn hörgull á þeim mönnum, sem þykj- ast sjá lausnina á neyð og erfiðleikum þjóð- ar vorrar. En hafa þeir efni og ráð til að feta þá leið er-þeir þykjast sjá út úr ógöng- unum? Eru hugsjónir þeirra færar um að gjöra þjóð vora heilbrigða? Eru orð þeirra nokkuð annað en stjórnmálaskrum, og eru þeir boðnir og búnir til að fórna lífi sínu fyr- ir hugsjónir sínar? Eða kæmi það að nokkru gagni þó þeir gjörðu það? Þetta veit enginn og enginn getur í öruggu trausti gefið sig undir einveldi þessara foringja. Það er aðeins um einn foringja að ræða, sem vjer getum öruggir fylgt. Nafn hans er ■Jesús Kristur. Hann þekkir, ekki aðeins veg- inn, sem vjer, hver einstakur, eigum að ganga, heldur og veginn, sem þjóð \or á að ganga; og hann bæði vill og getur leitt oss yfir alla vora örðugleika, því að hann hefúr allt-vald, ekki aðeins á himni heldur og á jörðunni. Hann gæti, ef hann vildi það, knúð þjóð vora á knje með einræðisvaldi, en hann vill aðeins vera foringi þeirra manna, sem hafa kjörið hann til þess af frjálsum og fús- um vilja. Ef vjer gjörum það, þá hjálpar hann oss, því hann hefur sjálfur sagt: »Jeg er Ijós heimsins, hver sem fylgir mjer, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins«. (Jóh. 8, 12). Orðum hans er óhætt að trúa, því að þau eru ekki glamuryrði eins og þeir lialda fram, sem ekki hafa þorað að stíga hið stóra spor að treysta orðum Guðs algjör- lega. Sá sem hefur reynt það, veit að Guðs orð stendur enn i dag stöðugt við það, sem það lofar. Það segir, að Jesús Kristur vilji taka hvern einstakan af oss undir leiðsögn sína og verða, á þann hátt, leiðtogi þjóðar vorrar. En hvernig getur hann orðið það? Með því móti að hann verði einvaldurinn í þínu og mínu lífi! Meðal þjóðar vorrar eru margir, sem þekkja Jesúm Krist, og flestir þekkja hann að nafni til, en það nægir ekki einu sinni að þekkja hann. Það verður að velja hann til foringja, sem hefur ótakmarkað vald yfir einstaklingnum. Það eru þá fyrst og fremst þeir, meðal þjóðar vorrar, sem telja sig Guðs börn, sem verða að koma þessari foringjahugsjón í framkvæmd. Vjer verðum að líta á Guð eins og i'aun- veruleika í öllum kringumstæðum lífs vors, og f.ylgja orði hans bókstaflega. Hlýða fyrirmæl- um hans í blindni og vera reiðubúnir til að fórna sjálfum oss. Þá fyrst, er vjer erum fúsir til að sleppa öllu voru eigin — þar á

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.