Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Blaðsíða 10
56 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. skólanefnd hafa ákveðið að bæta nýrri deild við skólann, framhaldsdeild fyrir pilta og túlkur, sem stundað hefðu nám þar einn vetur og- fyrir nýja nemendur álíka langt umná. Haustið 1933 tók þessi deild til starfa <)■■ var þegar fullskipuð. Voru síðastliðið skóla- ár nm. 75 nemendur í skólanum eða að með- alíali 25 í hverri deild, er kennsla þófst. Nú kvað skólastjóri vera komnar 120 umsóknir um skólann, og sagði hann, að skólanefndin hefði því ákveðið að stofna enn nýja deild . (hyrjunardeild fyrir pilta og stúlkur). Yrðu með því móti 30 nemendur í hverri deild aö meðaltali, og va-ri það hámarkstala, sem ekki yriii aukin með góðu móti. Skólastjóri minnt- ist ]iess með þakklæti, að stjórn K. F. U. M. hefði jafnan sýnt skólanum mestu velvild. A]la tíð hefði hún látið honum í tje húsnæði, ljós og hita endurgjaldslaust, og nú hefði hún látið mála og umbæta skólastofuna til þeirra muna, að sjer fynndist, að skólinn væri nú að byrja starf sitt í nýjum húsakynnum. Hann gat þess ennfremur, að skólinn nyti einskis styrks frá ríki nje bæ. enda hefði aldrei ver- ið farið fram á slíka fjárveitingu. Tilvera skólans yrði þvi að byggjast á aðsókn og skiln- ingi nemenda og gcövild stjórnar K. F. U. M. og' þetta, hvorttveggja hefði aldrei brugðist honum. Hann kvað skólann bezt geta þakk- að fjelaginu lánið á skólasalnum og aðra vel- vild með því móti afi nota hann vel og væri varla hægt að segja, að skólinn tæk; eklii mannlega á móti, þvi að nú færi fram kennsla í salnum alla daga frá kl. 4{—10 síðd. að undanskildu matarhljei. En auk þess væri kennd handavinna í litla salnum á 1 hæð. og hefðu konur í K. F. U. K. sýnt frábær liðlegheit með því að lána skólanum þann sa.l síðdeg'is á þriðjudögum til þess að handa- vinnukennslan gæti þá farið fram, en þyrfti ekki að falla niður eða flytjast út í bæ. Skólastjóri flutti að lokum erindi um menntun alþýðu hjer á landi fyr og nú. Því næst gat hann þess, að sjera Fr. Friðriks- son hefði lofað að kenna dönsku í A, B, og D deild í vetur og auk þess kristinfræði eins og í fyrravetur. En þar sem sjera Friðrik myndi nú gegna prestsstörfum á Akranesi. meðan sjera Þorsteinn Briem sæti á Alþingi, hefði sjera Bjarm Jónsson dómkirkjuprestur lofað að taka að sjer kristindómskennsluna, og Gunnar Bigurjónsson stud. theol. dönsku- kennsluna í fjarveru sjera Friðriks. Bauð hann þá velkomna í kennarahópinn. —- Sú nýbreytni er nú. gjörð í skólanum, að þýzka er tekin upp í framhaldsdeild í stað dönsku en til þess að danska þurfi ekki að falla nið- ur með öllu, hefur skólanefnd ákveðið að veita sjerstaka fr-xðslu í henni, nemendum að kostnaðarlausu. Við skólann kenna í vctur auk þess, sem áður er talið: Sigurður Skúla- son skólastjóri: Islensku og ensku í öllum deildum og' þýzku og dönsku í framhalds- deild. Gísli Jónasson, kennari: Reikning í öll- um deildum, Björn Snæbjörnsson, bókhald- ari: Bókfærslu í öllum deildum og frú Svan- fríður Hjartardóttir: Handavinnu ölium námsmeyjum skólans. Skólinn tók til starfa að loknum haust- markaði fjelagsins eða Mánud. 8. okt. Síðan hefur að heita má daglega orðið að vísa nýj- um umsóknum frá vegna þess að ekki þótti ráðlegt að stofna fleiri deildir í vetur. I skólanefnd kvöldskólans eiga sæti þessir menn: Pjetur þ. J. Gunnarsson, stórkaupm. (form.), sjera Árni Sigurðsson, fríkirkju- prestur (ritari), Ásmundur Ásmundsson. IjaKarameistari (gjaldkeri), Sigurbjörn Þor- kslsson, kaupm. og Sigurður Skúlason, mag. Haustmarkaður K. F. U. M. var haldinn, eins og venja hefur verið, dagana 5—7. október og bar góðan árangur fyrir fjelagssjóð, en það er ekki full-uppgjört enn. Undirbúningurinn hófst nokkru seinna en venjulega, en því ósleitilegar var unnið hinn stutta tíma. Gengu margir fjelagsmenn þar vel fram að vanda og sýndu ótvírætt kær- leika sinn til fjelagsins og fórnfýsi. Undir- tektir kaupsýslumanna bæjarins og annara velunnara fjelagsins, um gjafir til markaðar-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.