Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Síða 12

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Síða 12
58 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M VINIRNIR. Sögubrot. I. Peir voru 12 ára þegar þeir kynntust. Peir höfðu verið á fundi í Y.-D. og voru nú á leið heim, og urðu samferða. Fyr höfðu þeir aldrei veitt hvor öðrum eptirtekt. En nú var eins og hugir þeirra væru samstilltir. Þeir ávörpuðu hvor annan jafn snemma. »Hvað heitir þú?« »Jeg heiti Sigurður.« »Jeg heiti Stefán.« Á heimleiðinni töluðu þeir um alla heima og geima, voru kátir, og ljetu ýmsum látum. Þeir námu staðar fyrir utan húsið, sem Sig- urður átti heima í. Þar ákváðu þeir, að þeir skyldu hittast næsta dag heima hjá Sigurði. -- Eptir þessa samfundi urðu þeir mjög sam- rýmdir. Þeir voru fermdir saman. Eftir ferm- inguna gengu þeir í U.-D., og sóttu vel fundi þar. Þeir fóru stundum saman í Vatnaskóg. Á veturna sóttu þeir vel skógarmannafundi. Eitt sinn, er þeir voru í skóginum, gerðist mikil breyting á lífi Sigurðar. Það gerðist með þeim hætti, sem nú skal greina: AHur flokkurinn sat inni í stóra tjaldinu. Það var guðsþjónusta. Textinn, sem lagt var út af var I. Tím. 1, 5. »Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sje tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er jeg þeirra fremstur.« Það laust eins og eldingu niður í sál hans. Honum fannst í sífellu hljóma rödd í sálu sinni, sem sagði: »Hann kom í heiminn til að frelsa þig, hann dó fyrir þig. Hann kom til að hjálpa þjer. Þyggðu hjálpina.« Hann fór ao hugsa alvarlega um afstöðu sína til Guðs. Hann hafði aldrei efast um sannindi krist- indómsins; en nú fann hann, að hann átti ekki þessi sannindi sem fullvissu í hjarta sínu. »Hann kom í heiminn til að frelsa þig.« hljómaði í sífellu í sál hans. Þegar guðsþjón- ustunni var lokið, fór hann einn langt út í skóg. Honum fannst hann þurfa að vera einn, aleinn, í ró og næði, með hugsanir sínar. Hann settist undir trje og fór að íhuga með mjög mikilli alvöru orðin, sem foringinn hafði les- ið upp inni í tjaldinu, og það, sem hann mundi úr ræðu hans. »Að gefa Guði hjarta sitt, á meðan maður enn er ungur.« -— »Já, hvern- ig á jeg að fara að því; hvernig á jeg að fara að því; hvað á jeg að gjöra?« Hann tók ákvörðun. Um kvöldið ætlaði hann að ná tali af foringjanum og biðja hann að leiðbeina sjer. II. Sólin er að hníga til viðar. I fjöllunum skiptist á skin og skuggar. Þannig var það einnig í sál Sigurðar, þegar hann í kvöld- kyrðinni kom út frá foringjanum, sem hafði verið að leiðbeina honum og hjálpa. Þögul bæn steig upp til Guðs úr djúi sálar hans, bæn um það, að sólin ekki sígi til viðar í hjarta hans, bæn um það, að sólin risi hátt og flæmdi alla skugga í burtu. Hann fór ekki sti ax inn í skála, því hann vissi að hann gat ekki sofnað. Hann gekk því niður að vatninu, og settist þar' á stóran stein og horfði út yfir vatnið, sem var spegil- sljett og fagurt. Hann bar það saman við öldurótið, sem var í sál hans. Hann þráði aö Jesús kæmi og hastaði á vindinn og öldurnar, svo það yrði spegilsljett og fagurt i sál hans, eins og vatnið var, sem hann horfði á. Hann stóð upp og fór inn í skóginn. Þar kraup hann til bænar, og bað heitt og innilega um fullvissu í trúnni. Á meðan hann var að biðja kom yfir hann ró og friður í svo ríkum mæli, að honum fannst hann vera alsæll. Og þaö var hann líka á þessari stundu. Hann fór heim í skála og háttaði, og sofn- aði undir eins. Um morguninn þegar hann vaknaði var sál hans fyllt af friði og gleði. Þetta hafði hann aldrei þekkt áður. Nú átti hann fullvissuna í trúnni. — Nú skildi hann svo vel, að Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn. Nú var hann frelsingi Krists.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.