Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1934, Síða 13
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
59
III.
»Stebbi! Það er skógarmannafundur í
kvöld. Þú kemur, er það ekki?« Það var Sig-
urður, sem ávarpaði Stefán með þessum orð-
um. Það var um haustið, löngu eftir að þeir
voru komnir heim úr skóginum. Þeir höfðu
ekki sjezt um mánaðartíma. Stefán hafði ekki
verið í bænum. Nú var hann nýkominn heim.
Sigurði þótti bera vel í veiði. — En hvað var
þetta? Honum virtist Stefán taka sjer með
fáleikum. Hann svaraði þurt og heldur dræmt:
»Jeg held að jeg komi ekki.« Sigurði brá við.
Einhver breyting hlýtur að hafa átt sjer stað.
Hann reyndi nú að tala við hann um samver-
una í skóginum um sumarið, og um margt
annað, sem hann vissi að þeir höfðu átt sam-
eiginlegt. En það kom fyrir ekki. Það var
sami fáleikinn. Eftir þessa samfundi var það
ávalt svo, að Stefán var ekki eins einlægur
og vingjarnlegur við Sigurð eins og áður var.
Sigurði tókst ekki að fá hann með sjer á
fundi í U.-D. Þeir fjarlægðust æ meir og meir,
þar til þeir hættu alveg að vera saman. Sig-
urður var afar leiður yfir því að Stefán skyldi
yfirgefa K. F. U. M., en hann bað alt ar
fyrir honum á hverjum degi.
IV.
Þrjú ár eru liðin frá því að vinirnir hættu
að vera saman að staðaldri. Og nú var langt
síðan þeir höfðu sjezt.
Sigurður sat heima hjá sjer og var að lesa
af kappi undir stúdentspróf. Það var barið
að dyrum. Það var pósturinn með brjef til
hans. Hann opnar brjefið. Það er frá Stef-
áni. Hann biður Sigurð um að koma til sín.
Hann liggur veikur. Sigurður bregður fljótt
við og fer til hans. Þeir höfðu margt að tala
um, vinirnir. Eftir þessa heimsókn kom Sig-
urður til hans á hverjum degi.
Einu sinni þegar hann kom inn í herbergið,
þar sem Stefán lá, þá sjer hann strax að það
er talsvert af honum dregið; en fagnaðar-
svipur er á andlitinu. Þegar hann er nýseztur
þá segir Stefán við hann: »Heyrðu Siggi, mig
langar til að segja þjer draum sem mip;
dreymdi í nótt. Jeg þóttist vera staddur uppi
i Vatnaskógi. Þú varst þar líka. Jeg stóð uppi
á hæð. Ekki veit jeg hvaða hæð það var. Jeg
hef aldrei í vöku, sjeð skóginn jafn fallegan
og mjer sýndist hann vera í draumnum. Þaö
var ílæðandi sólskin. Fjöllin gyllt, og skóg-
urinn fagurgrænn. Jeg sá hvergi bera skug'ga
á. Drengirnir voru í stóru, undurfögru rjóðri
við ýmsar íþróttir. Þeir voru allir hvítklædd-
ir, og kepptust við að æfa sig í íþróttunum.
Gleðibros var á hverju andliti, og ekki heyrð-
ist neitt ósæmilegt orð af vörurn neins þeirra.
Yín höfðum þeirra þóttist jeg sjá herskara
af hvítklæddum verum, sem sungu: »Áfram
Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn erum
vjer«. Mjer sýndist skína út úr andliti hvers
drengs, hugsunin sú, að þeir, hver um sig,
væru ekki að æfa íþróttirnar til að fá verð-
laun, heldur til þess að sál og líkami mætti
vcrða hraust, svo þeir væru hæfari í þjón-
ustu þess konungs, sem þeir höfðu gengið á
hönd; konungsins Krists. Leikurinn hætti, og
þeir fylktu liði og' gengu heim í tjald. Mjer
sýndist Jesús koma gangandi yfir um vatn-
ið, og stefna til þeirra. Þeir sungu, að mjer
fanst undursamlega vel: »Sjáið merkið, Krist-
ur kemur«. Við það vaknaði jeg. Svo lá jeg
lengi vakandi og naut draumsins. Þá fyrst
skyldi jeg tilgang og þýðing starfsins í Vatna-
skógi. Jeg hef því miður aldrei fyr en nú
íhugað það, sem skyldi. En nú skil jeg það
vel; og jeg veit, að þrátt fyrir allt hefur það
haft mikla þýðingu fyrir mig.
»Jæja, Siggi minn, bráðum eigum við að
skilja aptur. Jeg veit, að jeg á ekki langt
eptir ólifað. Jeg' er ekki hryggur, af því að
jeg veit að Jesús tekur á móti mjer. Jeg
hlakka til að fá að vera með honum. Nú hef
jeg frið við Guð fyrir trúna á hann. Samt
er nokkur sársauki í hjarta mínu yfir því að
hafa ekki fyrr en nú, hugsað alvarlega um
sálarheill mína. — Jeg þakka þjer, kæri vin-
ur, fyrir allan þann kærleika, sem þú hefur
allt af sýnt mjer. Já, mest af öllu þakka jeg
þjer fyrir, hversu mjög þú hefir vakað yfir
sálarheill minni. — Þegar jeg er farinn hjeð-