Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Page 4
50
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
um tekið á móti honum eins og sæmir hans
eigiu mönnum.
Hann kemur nú á þessum jólum til vor.
Hann kemur til sinna eigin manna. Pvi
vjer erum hans eign, keyptir með hans blóði,
helgaðir honum í skírninni, og stöndum í sam-
bandi við hann sem einn flokkur, ein ættkvísl
innan hinnar útvöldu Guðs þjóðar. Hann kem-
u.r þá með þessari hátíð til sinnar eigir. eign-
ar. Hans lýður eruro vjer í þessu tiljiti.
Hvernig meðtökum vjer hann? Eða skyldi
verða hæg-t að segja um oss eins og um Israei:
Ilann kom til eignar sinnar og hans eigin
meðtóku hann ekki,.
Það er alvara, í þessu, alvara upp á líf og
dauða fyrir oss. — Höfum vjer gefið Jesú
rúm svo að vjer, getum vitnað. Já, hann hefur
komið og búið með oss, vjer höfum sjeð hans
dýrð, dýrð sem hins eingetna föðursins? Hann
kemur nú til vor, til hinna einstöku, og vill
fá rúm hjá oss. — Hjá honum er ætíð nóg
rúm fyrir oss ennþá, því:
Enn er nóg rúm í sólarkonungssal
og sœla og friður hjeðan henda skal,
rúm, rúm, ennþá rúm,
þar finnst nú fyrir þig.
Það er engin efi á því að það er nóg rúm
fyrir þig, þú einstaki maður, eða kona, nóg
rúm hjá honum. Það er ekki spurning um
það, en það er spurningin: hefur þú nóg rúm
•fyrir Jesúm? Hefur þú veitt honum viðtöku?
- Hvernig hefur því verið varið með þessa
hátíð? — Hvaða rúm hefur þú gefið Jesú
hjá þjer. Þú hefur verið að halda jól í minn-
ingu hans; það hefur margt verið að hugsa
um, mörgu að sinna og í mörgu að snúast.
Iívað hefur þú gefið honum mikið rúm í tíma
þínum. Hefur hann átt meginpartinn af þess-
um jóladegi, og í öll,um undirbúningnum undi:-
hann. Eða hefur þú lítið .hugsað um hann. Hef-
ur þú lofað honum að eiga aðalrúmið í tíma
þínum? Það er svo opt í jólahaldi kristninnar
að þa.ð er ekkert rúm fyrir Jesúm sjálfan. Það
fer allt í allskonar umsvif og annir, svo ha,nn
sjálfur fær minnsta partinn af öllu hátíða-
haldinu. — Það er sorglegt en þó satt að víða
er Jesú útrýmt með öllu, og að enginn tími
er syndugri og engum tíma ver varið en jóla-
tímanum. Veraldarinnar börn hugsa opt á
jólunum ekkert um hann sem stendur á bak
við hátíðina. Ljettúð og glaumur og veizlu-
höld og skemmtanir, það tekur allan tímann,
það eru til menn, sem halda jól án Jesú, heyra
sama. sem ekkert um hann, koma ekki í
kirkju, lesa ekki um hann í heimahúsum, tala
ekki um hann og láta eins og hann sje alls
ekki tiL Og þó vilja þessir menn heita kristnir
og eru það að því leyti sem þeir eru endur-
keyptir með hans blóði og skírðir til nafns
hans. Hann kemur þar til sinna eig'in og hans
eigin meðtaka hann ekki. - Aptur eru aðrir
sem að vísu vilja gefa Jesú rúm á jólunum,
en hann fær þó ekki nema eitthvert skúma-
skot til þess að vera í. Alveg eins og í Betle-
hem. — Þeir, sem þannig halda jól, fara á
mis við hið bezta, já missa. óend.anlega mikið.
Að vísu. hafa þeir fagran undirbúning og
halda jól í siðlátri gl.eði og hjartans glað-
værð, gleðja aðra og eru önnum kafnir ai)
undirbúa. hátíðina. Þeir gefast á gjöfum og
óska hver öðrum gleðilegra jója, og ganga
í kirkju og vilja láta hátíðina vera sem kristi-
legasta. — En samt, er það ekki Jesús sem
fær aðalpartinn. Hann fær ’að vísu, en það
er svo af skornum skamti að það þætti af-
mán ef nokkrum. væri boðið slíkt nema þá
kannske umferðarflækingi sem í gustuka-
skyni fengi að liggja inni í hlöðunni, eða í
einhverju horninu. Það er allur fjöldi af
kristnu fólki sem tekur þann veg á móti Jesú
á jólunum og endranær? En um þær viðtökur
má einnig segja: Hann kom til sinna eigin og
og hans eigin menn meðtóku hann ekki? —
Legðu nú hönd á hjarta kristinn maður og
rannsakaðu, hvaða rúm þú hefur gefið Jesú,
í hátíðahaldi þínu, í hjarta þínu og' lífi?
Sjá, Guð uppvakti, áður en Jesús kom, Jó-
hannes til þess að vitna um hann og undir-
búa menn undir komu hans. Sjerhver prest-
ui' hefur sarna hlutverk, — Að undirbúa og
boða, komu han,s. Og þess vegna segi jeg að
endingu: Jesús kemur nú til yðar, sinna eigin
manna, gefið honum rúm.
Gefið honum rúm í hjörtunum, í lífinu, á
heimilunum, í söfnuðinum.