Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Qupperneq 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Qupperneq 6
52 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. þekkingar á Guðs orði, og síðar muntu grípa til hans með gleði, er þörfin krefur. M. R. ------------ Sævar. Hann kom hingað til mín, og talaði fátt en tókst þó að láta mig skilja, að lífið var dapart, það Ijek Jiann opt grátt, en Ijet sem hann vildi það dylja. Hann gekk þó að heiman með göfuga vo'n, og girntist að auka sinn hróður. Hann hugðist sem góður og göfugur son, að gleðja aldraða móður. Svo gjörðist hann farmaður, sigldi um sjá, og sótti til framamdi landa, hann þrekmikinn hjelt sig en hugði’ ekki þá, að hjer mundi soilurinn granda. En vonirnar brugðust, það veitti’ honum sár, og viljann það lamaði og þróttinn. Hjá freiðandi öldum hann felldi oft tár. Nú fannst honum lífið sem nóttin. Og valdið hið illa til valda nú braust lijá vonsmknum dreng, sem var góður. Hann vantaði trúna,, liann vantaði traust, hann veltist, og drakk, og varð óður. En móðirin hafði í huganum dvöl við' háreistar öldur, sem gnmiða. Hið titrandi hjarta af harmi og kvöl fjekk helsár, er leiddi til dauða. Nú hataði hann lífið, já hataði allt, og hugurinn dapur og þungur. En harmurinn nisti, og hjartað var kalt hjá honum, sem enn var svo ungur. Hver getur svo huggað og hjáipað í neyð, að hugsjúka ungmennið kcetist? Það er ekki alltaf þó gatan sje greið að glæstustu vonimar rcetist. Jeg veit bara’ um einn, sem að voldugur er. hann veit um hvert barn, sem að grætur. Hann ríkir um eilífð, með rjettlæti fer, og reisir hinn seka á fætur. Við krossinn, hjá Jesú hann kraup nú og bað með kramið og iðrandi hjarta. Hann öðlaðist friðinn, við elskunnar stað, og eilífðar vonina bjarta. Ort á Siglufirði í ágúst 1935. Jóhs. Sig. ---—!■ >»-»>--- Hann leit á hann og fór að þykja vænt um hann. Mark. 10, 17—22. 1 ofangreindri frásögn, er sagt frá ung- um manni, sem kom til Jesú. — Hann átti það sammerkt með mörgum æsku- mönnum, að hann hugsaði um framtíðina. Hann var byrjaður að leggja þann grund- völl, er hann taldi að mundi d,uga. Hann hafði gjört allt, sem hann hjelt að þyrfti, til þess að tryggja framtíðina. En þó var hann ekki ánægður. Og er ha,nn hafði heyrt um Jesúrn, skundar hann til hans. Hann átti brýnt er- indi við hann, Honurn lá mikið á hjarta, svo mikið, að hann kom hlaupandi til hans. Pað, sem gjörði hjarta hans svona órólegt var það, að hann hafði fúndið tómleik inn í sálu sinni. Hann hafði fundið það, að sú framtíð, sem hann var búinn að tryggja sjer hjer í heimi með auð sínum og grandvarri breytni, var ekki nóg, Sú tilfinning hafði gripið hann, að hann œtti ekki eilift Uf, og nú kom hann með kvíða og óiróa í hjarta til Jesú, til þess að fá svar hjá honum. »Hvað ác jeg að gjöra, til þess að erfa eilíft líf?« Frá æsku hafði hann kappkostað að fram- fylgja boðorðum Guðls, og samt fann hann það, að hann átti enga tryggingu eilífs lífs. Hann hefði getað reynt að kæfa þessa til- finningu, í brjósti sínu, notað til þess auð sinn, eins og- svo margir. En hann gerði það ekki. Röddin í brjósti hans var of sterk.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.