Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Page 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
53
Það var sjálfur Guð, sem talaði og kallaði
sál hans til samfjelags við sig'. Og' er hjarta
hans svall af baráttu og tómleik, þá hljóp
hann út, áfram, áfram, unz hann náði Jesú,
sem var kominn út á veginn. Og' svo spurði
hann meistarann. Hann þurfti að fá leiðbein-
ingu og hann fór á rjettan stað, til þess að
fá hana. Og nú lá hann á knjánum frammi
fyrir Jesú og beið eptir því, að Jesús segði
honum þá reglu, sem hann átti að bæta viÖ
reglur sínar, svo þetta tóm fylltist.
En siðareglan, sem hann hafði búizt við,
kom ekki„ f stað þess hvíldu augu Jesú á
honum, fyllt kærleik, já gleðifylltum kær-
leika yfir því, að þessi ungi maður hafði
kappkostað svo vel að fylgja Guðs boðum, aö
nú var aðeins eitt eftir: að stíga síðasta
skrefið; að gefa Guði allt, eignir, jarðlíf og
hjarta, og því næst að ga.nga með Jesú til
þess eilífa lífs, er hann hafði þráð svo heitt.
»Eins er þjer vant.« Þannig hljcðaði up])-
haf }>eirrar hvatningar, er hinn elskandi
FreLsari gaf honum.
Og ungi maðurinn stóð upp og gekk hrygg-
ur á brau.t, af því hann átti miklar eignir.
Hann sneri bakinu við því lífi, er ha.nn hafði
þráð, en á honum hvíldu augu hins elskandi
Frefsara og hvort var þá sterkara í augum
hans, hinn eilífi, almáttugi kærleikur eða hin
djúpa hryg'gð?
Æskumaður! hin sömu augu hvíla á þjer
og- þínu. lífi. Þau fylgjast með þjer í gleði
þinni, í sorg, í baráttu þinni og sigrum, en
einnig í ósigrum. Þau víkja aldrei frá þjer,
ctf því að Jesús elskar Jng.
Ef þú ert svo önnum kafinn í fyrirætlun-
um þínum og framtíðardraumum, að þú hef-
ur ald,rei gefið því gaum, þá gefðu því nú
gaum. Viltu hafa kærleika Guðs yfir æfi-
ferli þínum? Ef svo er, þá tak þú Jesú með
þjer í leit þína, og lát hann greiða úr vanda-
málum þínum. Ríki unglingurinn kom hlaup-
andi til þess að spyrja Jesú ráða. Ilikar þú?
Ertu hræddur við þá, sem í kringum þig
eru, af því þeim finnst óþarfi að gefa sig að
þessu? Ef svo er, þá tak Nikódemus þjer
til fyrirmyndar. Hann fekk líka svar. Fai'
einslega, jafnvel um nótt, til Jesú og spyi
hann ráða. Liggi þjer eitthvað þungt á
hjarta, eins og ríka unglingnum, þá far til
Jesú með það. Ef hjarta þitt er órólegt og
þjer finnst tómleiki í hjarta þjer, ef þjer
finnst líflaust og þreytandi það, sem heim-
urinn hefur að bjóða, þá far til Jesú og þú
munt fá að að reyna það, að hann gefur ekki
eins og heimurinn gefur, held.ur gefur hann
sinn frið. Hefur þú vanrækt að leita Guðs?
Ef svo er, þá tak nú heilaga ákvörðun um ao
hlýða orði hans og fyrirmælum.
Jesús leit á ríka ungþnginn og fór að þykja
vænt um hann, af því ha.nn kappkostaði að
ávinna sjer eilíft líf. En Jesús elskar þig
einnig, hvort sem þú gengur á vegi hans eða
ekki, já, þó þú afneitir honum og gjörir ýmis-
legt til þess að afmá nafn hans úr hjarta
þjer, Jx'i elskar harni Jrig samt. Hann elskar
sál þína. Eins heitt og hann elskaði ungling-
inn, sem sneri við honum ba.kinu. Finnst
þjer fremd í því, að særa hinn sterkasta
kærleika? Er ekki eitthvað það inni fyrir
í hjarta þínu, sem segir þjer að augu Guðs
hvíli á þjer með kærleika,. jafnvel þó þú
reynir að stjaka því út úr lífi þínu? Heyr-
irðu ekki oft röddina, sem hvíslar inni fyr-
ir í hjarta þínu: »Eins er þjer vant«. Hvað
er þetta eina? Hefur þú fundið það? Lætur
þú þjer nægja að kæfa þá rödd niður? Nei,
gerðu það ekki. Jeg skal segja þjer, hvað
þig vantar! Þig vantar alveg það sama og
ríka unglinginn! Þig vantar að taka afstöð-
una. Síðasta skrefið. Þig- vantar að svara
kærleik }>eim, sem hvílir yfir þjer frá augna-
ráði Jesú Krists. Þig vantar að undirstrika
í þínu eigin hjarta kross-orðið »Það er full-
komnað« — fullkomnað fyrir þig, já einmitt
fyrir þig —; engin óvissa. eða, tómleiki, held-
ur fullvissa og fyLling Guðs anda, sem fæst
fyrir Jesúm Krist.
Jesús bíður þín! Hann biður ]>ig, eins og
ríka unglinginn: »Far, sel eigur þínar, kom
síðan og fylg mjer«. Því, sem hind,rár hjarta
þitt frá að gefast Guði, áttu að hafna!, en
koma eins og Jm ert með hjarta þitt og æsku-
krapt, með hugsjónir þínar og með mál þitt.