Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Qupperneq 11
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M
57
Hann flúði. upp í fjöll frá mönnunum í
borginni, en hann rakst á þá þar liíka. Peir
voru þægilegir og greiðviknir, en samtalið
var jafn innihaldslaust og brosið jafn óein-
lægt eins og þar, sem þeir komu frá. Og hon-
um fannst eins og þeir væru allir á stroki,
í leit eptir mikilleihanum. En þeir báru það
með sjer í brjósti sínu, sem þeir voru að
strjúka frá, og það sem þeir voru að leita að
var hilling ein.
En var það nú hilling í raun og veru þetta,
sem hún hjelt sig eiga, gamla bústýran í Sel-
inu, þar sem hann gisti eina nótt fyrir
nokkru? »Það er víst einmanalegt fyrir þig
hjerna uppi í fjöllum,« hafði hann sagt við
hana, »0, nei, Drottinn er nú hjerna líka,«
hafði hún svarað í hjartans einlægni með
sjerstökum gleðihreim röddjnni. Svo fór hún
að segja honum frá ýmsu í æfi sinni. Hún
hafði lifað við rnikla fátækt og strit alla tíð
frá bernskuárunum. En hún var samt ánægð
og þakkaði Guði fyrir alla hluti.
Hann stóð nú upp og ætlaði að ganga dá-
ljtinn spöl eptir veginum áður en hann tæki
á sig náðir. Já, það var fagurt hjerna. En
hvernig var lífi þeirra háttað, sem hjer
bjuggu? Hann hafði farið framhjá tveim bæj-
um hátt uppi í hlíðinni á leiðinni hingað, og
hann kom við á öðrum þeirra til að fá sjer
mjólk að drekka. En hvað honum sýndist
vera fátæklegt þar! Og hvílíkt strit og stríð
hlaut það að vera, að draga fram lífið á því-
líkum stöðum! Eða að hugsa sjer veturinn í
þvíljkum afkima - hvernig færi fólkið að
þola. annað eins? Hlaut ekki æskan að reka
sig alstaðar á hjerna, ef hún átti nokkra lífs
von eða þrá? Þó að fjárhagsafkoman væri
bágborin, þá hlaut andlega afkoman að vera
enn bágbornari.
En hvað var nú um að vera? Fjöldi fólks
fór um veginn, sumir í bílum og sumir á hjól,-
um, og flest var þetta ungmenni Hvað var
þetta? Hann spurði mann, sem hann mætti.
Hann kvað eiga að halda, æskulýðsmót á
sunnudaginn.
Kári F. hafði ekkert sjerstakt við að vera
daginn eptir, sem var sunnudagur. Þegar
hann heyrði til kirkjuklukknanna, datt hon-
um í hug að það gæti verið nógu gaman að
kynnast lífinu hjerna á slíkum degi sem þess-
um, og svo fylgdi hann straumnum til kirkj-
unnar. Ja, það mátti nú segja, það vav
stra.umur. Surnt var aldrað fólk, dökkklætt,
en flest var það ungmenni og mörg þeirra í
þjóðbúningum. Þa.u komu í bílum, akandi,
bjólandi og gangandi.
Kirkjan var troðfull og meira en það. Hann
aúlaði sjer ekki að vera þar lengi. En helgin
og kyrrðin þa,r inni tók hann fanginn og eink-
um þó söngurinn. Hann var stundum svo
kröptugur eins og stórviðri og yfirgnæfði þá
orgeliði Það var ungur prestur, sem prjedik-
aði, djai'ft og af miklum innileik. Það leyndi
sjer ekki að hann trúði því, sem hann prje-
dikaði. Hann talaði um það, sem gjörði lífið
þess vert að lifa því og það er að verða hólp-
inn, sagði hann, að vita og sjá himininn opinn
yfir sjer.
»Jeg veit að mörg ykkar, ungmenni, sem
hjer eru stödd, liafið sannfærst um þetta
af eigin reynsl.u. Og þeir, sem ekki hafa sann-
•færst um það, þeir hafa sannfærst um ann-
að og það er, að lífið er þeim ekki mikils
virði«. Ungmennin sátu hljóð og hlýddu á
orð hans og mátti sjá að þau voru honum
sammála, Það, sem hann sagði seinast get-
ur verið satt og rjett, sagði Kári við sjálfan
sig. En hitt? Getur trúin gefið æskulífinu
mannlegt gildj hjer í þessum þröngu dölum?
Og getur hún gefið mínu ljfi gildi?
Hann fór ekki að heldur, þó að prjedik-
uninni væri lokið, Fyrst átti að fórna, sagðí
presturinn og svo var altarisganga á eptir.
Það var svo langt síða,n að hann hafði sjeð
þess háttar og hann gjörði ráð fyrir að
það tæki ekki langan tíma, því að það yrðu
varla aðrir en nokkur gamal.menni, sem tækju
þátt í þessu og þá af gömlum vana,. En þetta
fór á annan veg. Það mátti heita að allur
söfnuðurinn stæði upp og gengi í röðum upp
aö' altarinu og umhverfis það. Hafði þetta
fólk nokkurt f.je til að leggja fram? Eða gekk
það aðeins þangað fyrir siðasakir? Svo hófsi
altarisgangan. Þetta var undarlegt. Meg-