Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1938, Síða 3
12. árg. Reykjavík, jan.—marz 1938 1.—3. tölublað
SIGURFÖR.
SigrandV og til sigurfara
sigurhetjan fer um storð;
til að mölva myrkrahliðin
máttugt á hanu sigur-orð,
Hann er krýndur sigursveigum .—
Sólin hliknar í hans glans!
Fetum í hans fótspor glaðir,
frelsi og líf svo öðlumst lians.
Sigrandi og til sigurfara
sjálfur Drottinn himni frá
kemur brúði sína’ að sœkja,
sem hjer þrenging líða má.
Skrýðist líni skœru’ og dýru
skrúði: dyggðum helgra á jörð. —
Viltu í Lamhsins brúðkaup boðinn
búast ásamt Drottins hjörð-
Kór:
Sigrandi’ og til sigurfara
sækir fram hans hlýðin drótt.
Við hans orð hún varðstöð skipar,
við hans orð fram brunar skjótt.
Konungsmerkið: Krossins fáni
kveður oss til fylgdar nú,
því í krafti Krists vjer sterkir
keppum fram í von og trú !
Sigrandi’ og til sigurfara
saman skundar Drottins her.
Sigurhátíð helg vor bíður,
heiðurssveiginn öðlumst vjer!
Sigurlaunin sjálfum Jesú
sœma einum: Dýrð og völd,
allar þjóðir heims að hylli
hann, sem bar öll syndagjöld.
Ungi vinur, vel þann kostinn:
Vertu með á sigurbraut.
Krossins leið er konungs vegur,
krýning fœrðu, trúr í þraut.
(Fr. Fr. þýddi).