Merkúr - 01.07.1918, Side 6

Merkúr - 01.07.1918, Side 6
4 MERKUR Um hlutafélög. Hlutafélög eru nefnd þau fyrirtæki, þar sem nokkrir eða margir menn slá sér saman og leggja fram ákveönar fjárupphæöir til reksturs fyrirtækisins, en standa aö ööru leyti eigi í ábyrgð fyrir skuldbindingum þess. Hlutafélög eru nokkurs konar leynifélög, því aö almenningur veit sjaldnast um þaö hverjir eru hluthafar þeirra. Fylgja þeim margir og miklir kostir. Ber þá fyrst og fremst aö telja þaö, að' venjulegast er auð- veldast að koma stórum fyrirtækjum á fót meö hlutafjársöfnun. Og mörg hin stærstu fyrirtæki í ýmsum greinum viöskiftanna, svo sem verslun, iönaði, siglingum og bönk- um, hefðu annaöhvort eigi komist á fót, eða þá verið rekin í miklu smærri stíl, ef eigi hefði verið farin sú leiðin að gera þau í öndverðu að hlutafélögum. Þvi að hvort tveggja er, að einstakir menn hafa sjaldnast haft svo mikið fé handbært, að þeir gætu komið fyrirtækjunum á fót á eigin spýtur og svo vilja menn oft eigi binda þannig aleigu sína. Hlutafélagsskapurinn hefir og þann kost, að menn, sem eiga yfir litlu fé að ráða, geta hæglega orðið meðeigendur að stórum fyrirtækjum. Er það oft heppilegt, því aö á þann hátt getur fjöldi manna séð s i n n h a g í því að efla vöxt og viö- gang fyrirtækisins og margar hendnr vinna létt verk, eins og gamli málsháttur- inn segir. í þessu sambandi má minnast á Eimskipafélag Islands, sem stofnað er á þessum grundvelli: að öllum, jafnvel hin- um fátækustu borgurum þessa lands, er gert kleift að gerast hluthafar og að sem allra flestir sjái sinn hag í því að styðja að velmegun þess og framför. Að þjóðar- metnaður hefir góðu heilli greitt götu fyrir- tækisins, kemur ekki þessu máli við og. skal því slept að minnast á þaö.------ Eitt af því, sem gerir menn fúsa til þess að ganga i hlutafélög, er sá kostur þeirra. — ef kost skyldi kalla að svo komnu — að' hluthafar hætta eigi meiru fé heldur en því, sem þeir gefa fyrir hlutabréfin. En þetta er líka sá agnúinn á hlutafélögunum,. sem verstur er viðfangs, og skal nú. nokkru nánar að því vikið. Misbeiting hlutafélagsskapar. Sá er munur á firma eins manns og hluta— félagi, að traust lánardrotna hans og allra þeirra, er styðja hann á einhvern hátt, byggist á ábyrgð þeirri, er vér köllum e i n k a-á b y r g ð. Með þvi er átt viö það', að alt það, sem hann á og hefir undir liöndum, aleiga hans og starfskraftar, eru aö veði fyrir því, að hann standi við allar þær skuldbindingar, er hann gerir. Það er þvi eigi of djúpt tekið í árinni að segja að' þessi stranga einka-ábyrgð sé ein af höfuðmáttarstoðum allra viðskifta. En samt sem áður hafa nú á síöari árum risið upp æ fleiri fyrirtæki, sem skjóta sér að nokkru leyti alveg undan einka-ábyrgöinni, án þess aö annað fullgilt komi í staðinn. Þetta er einkenni vorrar aldar og augljósust dæmi þess eru hlutafélög, þar sem menn binda eigi aleigu sína að veði fyrir skuldbind- ingum, heldur að eins það fé, sem þeir leggja fram fyrir hlutabréfuin. Þessi grein viðskiftalífsins hefir óðfluga eflst síðasta. mannsaldurinn og af henni stafar mikifc.

x

Merkúr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merkúr
https://timarit.is/publication/491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.