Tákn tímanna - 15.11.1918, Síða 2
10
TÁKN TÍMANNA
sinni; en þegar eg fæ tóm, inun eg láta
kalla þig«. Pgb. 24, 24. 25. Þessi á-
stæða hefir tafið marga. Þegar tæki-
færið gafst þeim, vildu þeir heldur fresla
því til næsta skiftis. Vér Iesum ekki
um að Felix lxafi orðið kristinn ; en vér
lesum um, að liann hélt Páli í fangelsi
í tvö ár, og lét liann svo eftir í bönd-
um, þegar Feslus tók við landsstjórn.
27. v.
Það er önnur ástæða fyrir því, að
rnargir verða bara »nærri því kristnir«.
Þeir vilja ekki hverfa frá unaðssemdum
og gjálífi þessa heims, jafnvel þólt þeim
sé ljúff að lilýða á Guðs orð. Heródes
konungur hlýddi á ræðu Jóhannesar skír-
ara, og hann komst svo langt, að »hann
vissi ekki hvað hann átti úr að ráða,
en ljúft var lionum að hlýða á hann«.
En endirinn varð sá, að Heródes lét
hálshöggva Jóhannes og varð svo sjálf-
ur friðlaus og ógæfusamur maður. Pú
hefir aldrei liitt mann, sem hefir verið
að því kominn að verða kristinn, og
síðar liefir verið ánægður i munaðarlífi
þessa lieims. Hvers vegna ? Af því
þeir hafa séð eitlhvað æðra sem þeir
síðan aldrei hafa náð upp að. Heimur-
inn getur aldrei svalað þeirri sál, sem
heíir öðlast þekkingu á, hvað það er að
vera nálægt Guðs ríki — nærri því
kristinn.
Þriðja ástæðan, sem aftrar mörgum
frá að fylgja sannfæringu sinni, er ólti
við menn; liann aftrar þeim frá að
verða nema »nærri því« kristnuin. Pila-
tus sýknaði Jesúm þrisvar sinnum ; en
þegar hann átti að velja um það tvent,
að gera rétt eða afla sér vináltu keisar-
ans, þá sigraði óttinn við menn, og end-
urgjaldið, sem hann fékk, var að hann
líka misti hylli keisarans.
Fjórða ástæðan er sú, að þeir vilja
ekki fylgja Kristi á sjálfsafneitunarbraut-
inni. Maður nokkur spurði Jesúm:
»Meistari, hvað á eg að gera til þess að
eignast eilíft líf?« Jesús svaraði: »Sel
eigur þínar . . . og kom síðan og fylg
mér«. En þá fór liann hryggur burt.
Hann var óefað vinveittur Frelsaranum,
og Jesús elskaði hann líka, en hann
varð að eins »nærri því« kristinn, og þó
var hann svo nálægt takmarkinu sem
framast er unt áður en úrslitavalið á
sér stað. En þessi orð : »Sel eigur þín-
ar«, »fylg mér«, öftruðu lionum. Hann
varð þá ef lil vill að segja skilið við
gamla vini, yfirgefa lieimili sitt og sam-
einast þessum litla hóp lítilsvirtra manna.
Hann gat ekki lagt fjölskyldu, eigur né
vini í sölurnar. Hann gat ekki lagt
virðingu sína í sölurnar né skift á slæri-
læti og sjálfsálili sínu fyrir fátækl, lílils-
virðingu og auðmýkt. Hann varð að eins
— »nærri því krislinn«.
Hvernig verður maður þá sannkrist-
inn ?
Jesús gefur sjálfur greinilegt svar í
Jóli. 3, 3 »Þér verðið að endurfæðast«.
Þessi orð voru ekki töluð við neinn op-
inberan syndara, heldur við einn læri-
meistara í ísrael, Nikódemus. Hann
var alvörugefinn, sannleiksleitandi mað-
ur úr flokki Farísea. Hann lók þessi
orð lil sín, sem þýddu það sama sem :
»Þú verður að hyrja á ný«. »Og Jesús
sagði við liann: »Eins og Móse hóf
upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig
á manns-sonurinn að verða upphaíinn«.
Hann sýndi fram á það, setn Nikódem-
us hafði svo oft talað um og kent, að
ísraelsmenn, sem voru bitnir af eitruð-
um höggormum og áttu dauðann vísann,
mundu frelsast óverðskuldað ef þeir
gerðu eins og Drottinn sagði þeini: að
líla til eirormsins.