Tákn tímanna - 01.12.1919, Blaðsíða 5
TÁKN TÍMANNA
21
eftir kom veikin aftur og tók enn eitt
barnið. Þá brendi hann rúmfötin, mál-
aði hús sitt og hélt, að nú væri engin
hætta framar. En sóttin var enn þá ekki
farin. Hún tók sig upp aftur og lók
þriðja barnið.
Hvað gerði faðirinn svo?
Hann var fátækur, en samt brendi
hann liús sitt með öllu, sem í því var
og setti sig í skuld fyrir annað hús.
Þa fyrst var sóttin drepin, og hinum
börnunum tveimur var bjargað.
Hann brendi aleigu sína, faðirinn.
Svo voða reiður var hann? Hverjum?
Barninu sínu? Nei, hann reiddist sótt-
inni, af því að hún vildi drepa barnið
hans.
Pannig er reiði Guðs, einmilt þannig.
Hann er eyðandi eldur — gagnvart
syndasóttinni, af því að hún ællar að
drepa syndarann, sem hann elskar svo
heitt. A. H.
Sá efsti.
Jakob var duglegasti og áhugamesti
lærisveinninn í skólanum. Willy var líka
mjög duglegur, og Jakob og hann voru
vanir að keppa um verðlaunin við próf.
Annarhvor þeirra var æfinlega efstur.
Svo var það einu sinni við prófið. Það
hafði farið eins og vant var. Við öll hin
höfðum gefist upp við eina af hinum
vandasömu spurningum, er fyrir okkur
voru lagðar og nú var ekki um aðra
að gera en Jakob og Willy, er gætu
hlotið verðlaunin. En aldrei gleymi ég
undrun minni þegar Willy leysli úr
hverri spurningunni eftir aðra en Jakob
Stóð hjá og það leit út fyrir að hann
gæti engu svarað og Willy hlaut veið-
launin.
Við Jakob urðurn samferða heim.
Hann leit ekki út fyrir að vera í
slæmu skapi þó hann hefði mist verð-
launin ; hann var reglulega kátur. Þella
gat ég ekki skilið.
»Jakob«, sagði ég; »gast þú ekki leyst
úr einhverri af þessum spurningum?
víst hefir þú gelað það«.
»Jú, ég gat það vel«, svaraði hann
brosandi.
»En því gerðir þú það þá ekki?«
Hann færðist undan að svara, en ég
hélt áfram að nauða á honum og loks-
ins leit hann á mig fallegu dökku aug-
unum og sagði:
»Sjáðu nú til; hvernig átti ég að hafa
það öðruvísi? Aumingja Willy misti
mömmu sína í vikunni sem leið, og
hefði ekki prófið verið i dag, hefði hann
ekki komið í skólann. Heldur þú að ég
vildi vera það hrakmenni að taka verð-
launin frá þeim, sem nýbúinn er að
missa móður sina?«
Hattarinn og bindindismálefnið.
Úr ensku.
Frægur bindindisprédikari kom einu
sinni til haltara í sölubúð hans og spurði
hvort hann vildi ekki styrkja bindindis-
málefnið dálítið. Haltarinn tók því þur-
lega og kvað það vera mál, er sér komi
ekki við. »Það var leiðinlegt«, svaraði
komumaður; »því það sýnir að þér
þekkið ekki atvinnuveginn yðar«.
Hattarinn varð byrstur við og svar-
aði; »Eg er fús á að þiggja leiðbeiningu
yðar í þessu efni, ef þér hafið betur vit
á því en ég«.