Tákn tímanna - 01.11.1920, Síða 1
Áður en yfir lýkur.
»0g þessi fagnaðarboðskapur um ríkið
mun prédikaður verða um alla heims-
bygðina, til vitnisburðar öllum þjóðum,
og þá mun endirinn koma«. Matt. 24, 14.
Jesús hefur lýst ýmsum táknum og við-
burðum, sem munu eiga sér stað áður
en hann kemur, og endar með að segja,
að fagnaðarboðskapurinn mun prédik-
aður verða um alla heimsbygðina, og
þá mun endirinn koma. Hann segir
ekki að allir munu taka sinnaskifti,
heldur að boðskapurinn verði prédik-
aður til vitnisburðar öllum þjóðum,
þ. e. allir munu fá að heyra um hann,
og svo annað hvort hafna honum eða
taka á móti. — Frá dögum Krists og
þangað til fyrir hundrað árnm var lítið
eða ekkert gert að því að færa heið-
ingjum fagnaðarerindið um Krist; þá
fóru sumir að hugsa um það, og ein-
stakir fóru af stað.
Það gekk tregt fyrst, og margir létu
lífið. Guð stjórnaði öllu svo, að trúboð-
arnir fengu hjálp; öflug biblíufélög fóru
að gefa rilninguna út á tungumálum
hinna ýmsu þjóða, og svo hratt hefur
það gengið, að varla mun hægt nú að
finna nokkura þjóð, sem ekki hefur
fengið brot úr biblíunni, og mjög margar
bafa fengið hana alla. Trúboðar liafa
farið út svo þúsundum skiflir í öll lönd,
og tugir þúsundir taka á móti boð-
skapnum um Krist á hverju ári. Þessi
samtök trúaðra á þessari öld í að flytja
boðskapinn til allra þjóða er ekkert
annað en uppfylling af orðum Jesú bjá
Matt. 24, 14.
Meðan þetta gerist i beiðingjalöndum,
finnur maður, að þeir, sein lengi hafa
borið kristna nafnið, smásaman snúa
sér frá því, sem einu sinni var von
þeirra, og taka æfintýri og skröksögur