Tákn tímanna - 01.11.1920, Síða 5
TÍKN TlMANNA
13
(Symbol) birtist svo aftur i krossmerk-
inu meðal hinna kristnu.
Á óteljandi myndum frá forntímanum
finnur maður sóiina eins og hjól með
fjórum pílárum jafnt, eða alveg eins í
hinum norðlægu eins og i hinum suð-
lægu löndum, frá hugsuninni um sólina
sem hjól þroskaðist smátt og smátt
hugmyndin um sólguðinn sem æki í
gegnum himinhvolfið í vagni sínum,
en væru dregnir af fjórum hestum.
Hjólið, eins og skýrt hefir verið frá
því, varð nokkurskonar alment jarteikn
og hinir kristnu tóku það til meðferðar
sem ímynd guðdómlegleikans. Vér finn-
um það einnig notað sem geislabaug,
ekki einungis á bak við höfuð Krists,
heldur einnig bak við persónugervinga
af guði föður og heilögum anda, þar á
móti aldrei yfir höfðum annara persóna.
Þannig var það með Maríu mey, sem
þó var svo nátengd hinum þríeina guð-
dómi, að hún hafði aldrei um sig slík-
an geislabaug. Á þessu sést, að það er
glögt merki guðdómsins. Annað, sem er
þessu til sönnunar, er það, að maður á
eins stöku myndum af Kristi sér höfuð
lians innilukt í bogamynduðum geisla.
Geislar sólarhjólsins, að undanteknu
því, að pílárana vantar; liinn sami
geislakrans er látinn prýða höfuð Appo-
lons. Það er fullkomlega skýrt að þessi
tvö jarteikn eru eitt og sama.
Smámsaman eftir því sem tíminn
leið hvarf í burtu ummálshringur hjóls-
ins, en pílárarnir stóðu eftir; þannig
fengu menn hinn gríska kross. Af hon-
um myndaðist svo aftur hinn latneski.
Þetta skeði á tvennan liátt. Sumpart
við framlenging á neðri hlutanum, og
sumpart með því að krossinn var
látinn á staf, og að svo merkið á mill-
um kross og stafs smált og smátt hvarf.
Að krosshugmyndin er mikið eldri en
hin kristna trú sést á því t. d. að hinn
griski kross kemur fyrir á austurlenzk-
um myndum frá níundu öld fyrir Krists
fæðing sem ímynd mánans, og á hin-
um og þessum stöðum hafa menn
fundið hinn gríska kross meðal annars
á peningum hins heiðna keisara Maxen-
tiusar; krossinn var þá enn ekki orð-
inn óbrigðult einkenni Kristindómsins.
Það sýnir sig glögglega, að krossinn
er ekki merki upp á Krists litillækkun
og dauða, heldur þvert á móti upp á
guðdómseðli hans. Merki sólarinnar
hefir þróast og náð framgangi sinum
meðal hinna kristnu. í samræmi við það,
sem hér hefir verið sagt, er einnig þetta,
að kristnir menn halda helgan sunnudag-
inn, dag sólarinnar, á meðan Múham-
edstrúarmenn halda helgan föstudaginn
og Gyðingar laugardaginn.
Fylgismenn Krists og Múhamedstrú-
armenn hafa þannig öldum saman bar-
ist sín á milli undir sólarinnar og
tunglsins merki«.
Ferðalag.
Undirritaðir eru nýkomnir heini úr
ferðalagi vestur á ísafjörð, Bolungar-
vík og Önundarfjörð. Ferðalagið var
hið ákjósanlegasta. Alstaðar tekið tveim
höndum. Að ferðast á íslandi er ekki
mikill vandi hvað gestrisni fólks við-
vikur. Ef náttúran væri ávalt eins blíð
og fólkið er gestrisið, væri hér áreiðan-
lega besta land á hnettinum að dvelja í.
Lengst af tímanum vorum við í Bol-
ungarvik. Það var uppörfandi að mæta