Tákn tímanna - 01.11.1920, Síða 7
TÁKN TÍMANNA
15
Eimlestarstjórinn.
----- Frh.
Þegar stríðið var á enda og sigurinn
fenginn kom kinn margþráði friður, og
og þá snéru hinir hraustu hermenn
heimleiðis. Nú ómaði Iofgerðar- og þakk-
lælissöngur um alt þýskaland. Hinum
nýheimkomnu hermönnum sýndist skóg-
urinn grænni og blómin fegurri en áður,
þeim fanst eins og öll náttúran byði þá
hjartanlega velkomna! — en það var svo
margur, sem ekki kom aftur! Geusel var
einn í þeirra tölu. Konan hans hafði oft
fengið bréf frá honum, þau báru jafnan
vott um mikla alvöru, en jafnframt um
kjark og góðar vonir. Frá því i júlí og
þangað til i desember voru þessi bréf
að smákoma, og þó þau væru stundum
stutt og skrifuð með blýanti voru þau ávalt
til jafnmiklar gleði; þegar móðirin hafði
les'ð, og dóttirin kyst þau, komu vinir
og kunningjar og þar á meðal Gotfred
gamli til að vita hvað Geusel skrifaði,
jafnvel presturinn kom og las bréfin. En
alt í einu hættu bréfin að koma. Katrín
kona Geusel beið og beið, vonaði og
vonaði. Hún skrifaði manni, sem hún
þekti i hernum, og loks fjekk hún fregn
um að Geusel hefði særst, og að líkind-
um dáið, siðasta bréf hennar var endur-
sent og á það ritað: »Viðtakandi dáinn«.
Meðal þeirra hermanna, er heim kom
var einn af ættingjum Geusels, hann
hrósaði mjög hugrekki hans og djarflegri
framgöngu, meðal annars sagðist honum
svo frá: »Hann gerði ælíð skyldu sína,
enginn efaöi það; allir báru traust til
hans, jafnt yfir sem undirmenn, hann
varð ekki sár — var altaf jafn heil-
brigður, djarfur og hraustur — þangað
til þessi óttalegi dagur kom — dagur-
inn við Orleans! þá fórum við að hjálpa
fjelögum okkar, sem voru í hörðum bar-
daga við dálítið þorp, við urðum að fara
yfir fjöll og margar aðrar torfærur.
Frakkar lágu i leyni hvar, sem þeir
fundu felustað og sátuþannig fyrir okkur,
við máttum heita varnarlausir. Við
hlupum og stukkam af öllum mætti
yfir hvað, sem fyrir varð. Alstaðar dundu
skotin, við og við urðum við varir við,
að einhver fjell við hlið okkar — en
ekki tjáði að fást um það — áfram,
áfram æddum við með enn meiri hraða,
allir vissu að það var um að gera að
komast svo nærri óvinunum að við gæt-
um notað byssurnar. Loksins lenti okkur
saman, við rákum óvinina á flótta.
Þegar sú orusta var á enda og við vor-
um komnir dálítið til rólegheita sökn-
uðum við marga er fóru af stað með
okkar, þar með var Geusel. Leit var
haíin alstaðar í fjöllunum, en árangurs-
lítið því Frakkar höfðu farið yfir þau
á eftir okkur og við fundum einungis
dauða menn — við Geusel urðum við
hvergi varir; að líkindum, sagði hann
að síðustu við frú Geusel er maður yðar
dáinn, hann hefir dáið hetjudauða fyrir
föðurlandið.«
Já — nú var þá svo komið, að Katrín
var orðin ekkja og litla Káthe föðurlaus.
Sigurgleðin er venjulega dýrkeypt og það
fanst þessari vesalings konu, sem
stóð nú eftir með blóðugt hjartasár. Nú
var hún búinn að missa alt nema litlu
telpuna sína, hún reyndi að þerra tárin
af kinnum mömmu sinnar með litlu
mjúku lófunum sínum.
En — nú reið á að reyna að reisa
sig við aftur en ekki láta sorgina yfir-
buga sig. Frú Geusel varð að vinna
fyrir sér og barninu sínu.
Litla þorpið, sem hún átti heima í
var yndisfagur staður, það lá upp við