Verði ljós - 01.01.1896, Side 7
geta þrifizt tvö histileg mánaðarrit, og geti landið borið 4 blöð, sem
hvenær sem því verður viðkomið ráðast á kristindóm og kirkju, œtti
þuð að minnsta kosti að geta borið tvö lítil mánaðarrit, sem vilja
verja þetta hvortveggja; en því nœst ber þess að gæta, að stefnurn-
ar geta verið margar, einnig í kirkjulegum og kristilegum efnum,
þótt síðasta talcmarkið, sem kept er að, sje eitt og liið sama; og því
er einmitt svo varið hjer, að vjer vildum, að önnur stefna yrði ráð-
andi í þessu nýja mánaðarriti, heldur en sú, sem, að því er oss virð-
ist, hefir til þessa verið ráðandi í því kirkjulega blaði, sem verið
hefir liið einasta málgagn vorrar islenzku kirkju undanfarandi ár.
Vjer vildum aðallega leggja áherzluna á hina innrihliðhinskristi-
lega og kirkjidegu lífs, með því að það er trú vor og sannfæring,
að öll lífsglæðing með tilliti til kristindóms og kirkju, Ihljóti að byrja
hið innra lijá mönnunum sjálfum, því að kristindómurinn í hjart-
anu hlýtur að vera undirstaða alls lifandi kristindóms, eða lifandi
kristindómur er með öllu óhugsanlegur og ómögulegur, nema hann
eigi rót sína í sanntrúuðu lijarta.
Til þess sem bezt að geta náð settu takmarki, höfum vjer á-
formað að láta mánaðarritið Jiyt/ja lesendunum stuttar kristilegar
hugleiðingar, stuttar greinir um ýms 'atriði kristindómsins, um kirkju-
og safnaðarlíf, um guðsþjónustu og sálusorg, ennfremur ágrip af
œfisögum merkra manna, lmrla og kvenna, sem starfað hafa undir
merkjum kristindómsins til heilla og blessunar fyrir lönd og þjóðir,
og loks, að því leyti sem því verður viðkomið, kristileg Ijóð (sálma
og kvæði).
En einsog vjer vildupi með mánaðarriti voru leitast við að upp-
byggja Krists kirkju á meðal vor, með því að benda á ýmislegt það,
sem einkum getur stuðlað að glœðingu kristilegrar trúar og trúar-
lífs, eins vildum vjer og á ldnn bóginn mega áskilja oss rjett og
heimild til að finna að því, sem miður þykir á fara og sannfæring
vor býður oss að segja, að standi framþróun kristindóms og kirkju
fyrir þrifum hjer álandi, jafnframt því, semvjer teljum það skyldu
vora, að svo miklu leyti sem þess gjörist þörf og því verður við
komið, að taka svari kristindóms og kirltju, þegar þau sœta árásum
af hálfu þeirra manna, sem vilja draga skýlu fyrir liið guðdóm-
lega Ijós, af því að þeir elska myrkrið meira en Ijósið.
Vjer, sem liöfum ráðizt í það að byrja á útgáfu þessa mánað-
arrits, finnum mikillega til þess, að verlcefnið er stórt, en kraptar
vorir litlir, þar sem vjer enmi ennþá ungir og óreyndir, en þetta
fær þó ekki bugað árœði vort, af því að vjer vonum það fastlega,