Verði ljós - 01.01.1896, Page 9
5
þungbæru sem myrkir skuggar. Og þessir ljósari og dökkari blett-
ir á himni bins líðanda dags, eru áreiðanlegustu bendingarnar, sem
vjer getum haft um atburðarás ókomna dagsins—ársins, sem í hönd
fer. Svæðið, sem hjer skal ofurlítið litið yiir, or kirkjulíflð íslenzka,
eins og það birtist nú við áramótin.
Land vort er svo afskekt, fáment og einangrað frá hinni
stórkostlegu viðburðarás hoimsins, að hvcrt ár flytur sjaldan marga
frásagnar verða atburði fram á nein svæði þjóðlífsins hjá oss, hvorki
kirkjuleg nje önnur. Svo var því og varið með árið, sem leið.
í kirkjunni íslenzlcu heflr löngum verið kvartað um' deyfð;
um það hafa vinir hennar og óvinir verið ásáttir; hugur manna
hefir því æ hneigzt meir og meir að því, að hjer þyrfti ýmsu að
breyta, þar eð varla yrði lileypt nýju lífi inn í hinar gömlu form-
ur, og því mun enginn geta neitað, að slíkar breytingar geta haft
stórvægilega þýðingu fyrir liið kirkjulega líf, það er að segja sjeu
þær samfara breytingum til batnaðar á hinu innra lífi safnaðanna
og cinstaklinganna. Án þessa er jafnan hætt við því, að slíkar
breytingar verði aðeins „ný bót á gamait fat“. Hvort svo sje í
raun og veru hjer, skal að svo komnu látið ósagt. Hitt er víst,
að mikið hefir verið rætt um breytingar hjer hjá oss á síðastliðn-
um árum, breytingar á ýmsum kirkjulegum venjum og helgisiðum.
Um það hafa skýrslurnar frá hjeraðsfundunum borið livað ljósastan
vott. Á liðna árinu voru og slíkar breytingar á dagskrá. Á síð-
ustu prestastefnunni komu fram tillögur um miklar breytingar á
handbók prosta og þar með á ýmsum atriðum guðsþjónustunnar og
hinna kirkjulegu athafna. En þar eð svo er til ætiazt, að breyt-
ingartillögur þessar komi fyrir almenningssjónir áður en þærverða
lögleiddar, verður þcirra frekar minst þegar þær eru komnar
út, því að ekkert kirkjulegt tímarit getur þegjandi gengið fram
hjá stórkostlegum breytingum á guðsþjónustugjörð fcðranna og forn-
um kirkjusiðum. Merkra nýmæla cr og að geta, þar sem er hin
nýja og breytta reglugjörð fyrir prestaskólann, er staðfest var þetta
ár. Sá skóli verður jafnan helzta lindin, scm vökvar akur kirkjulifs
þessa lands. Því hlýtur það að vera mörgum áhugamál, leikum
ckki síður en lærðum, að hann geti sem bezt lcyst sitt ætlunár-
verlv af hemli, mentun fyrir anda og hjörtu prestsefnanna. Með
lengdum námstíma og auknum námsgreinum styður hin nýja reglu-
gjörð þennan tilgang. Aukið frelsi í prestakosningum til handa
söfnuðum var efni hins helzta kirkjulega frumvarps frá alþingi
þetta ár, hvort sem konungs-staðfestingar kann nú að vcrða langt