Verði ljós - 01.01.1896, Qupperneq 11

Verði ljós - 01.01.1896, Qupperneq 11
7 von, verði lijá oss nú, eins og hann hefir svo opt orðið áður og annarstaðar: dáðríkari trú og lífskröptugri von. — Á prestastefnunni var gjört að umtalsefni, að ástæða væri til að stofna íslenzkt prests- ombætti í Khöfn, til glæðingar kristindómi meðal landa vorra þar i borginni. Hvað sem segja mætti um framkvæmdir þeirrar tillögu, þegar litið or nánar á hagi hinna ísienzku námsmanna ytra og önnur atvik, þá ber liún óncitanlega vott um fagra liugsjón og framkvæmdargjarnan áhuga hjá formælanda hennar. Minna má og á það í þessu sambandi, að margir söfnuðir leggja nú mikið kapp á að gjöra guðshús sín sem bezt úr garði, bæði húsin sjálf vönd- uð að smíði og skrúð þeirra sem fegurst og samboðnast hinum háleita tilgangi. Síðastliðið ár bættust þannig að minnsta kosti sjö kirkjum nýjar og vandaðar altaristöflur, flestar gefnar þeim að gjöf, ein þeirra af einum bónda. Þotta má að nokkru leyti skoða sem undirtektir trúaðra alþýðunianna undir deilugreinar í tímarit- um og blöðum gegn kirkju og kristindómi. Þeir rita ekki allir, en svara samt fyrir sig. Liðssafnaðurinn í höfuðstað iands vors til handa Hjálpræðis- hernum og trúboðið þar frá kaþólsku kirkjunni, hafa að vonum vakið eptirtekt. Slík trúboð innan kirkju vorrar eru opt, og ættu ávalt að vera, öflug áminning til vor um að vaka sem bezt yflr vorum kirkjulega aríi, er vjer höfum tekið við eptir trúaða forfcður vora og láta eigi aðra svipta oss honum. En jafnframt er það áminning til vor um að nota hann vel og verja honum sem bezt. Nokkrum starfsmönnum átti kirkja vor á bak að sjá iiðið ár, cn ekki nema einum, svo vjer vitum, er enn hafði þar þjónsstarflð á hendi, þeim manni, er mestan þátt hafði átt allra í kirkjulegri löggjöf þessa lands síðustu áratugina. Mjög mikilvægt í kirkjunni hafði og starf annars af þjónunum verið, er andaðist þetta ár, þess, cr í fullan mannsaldur hafði unnið að menntun prestaefna þessarar þjóðar, og með því haft mikil áhrif áj þá, er þá léið hafa gengið. — Ef litið er frá sjónarhæð áramótanna yflr kirkjulífið hjá oss og kirkjulíf annara þjóöa, dylst eigi mikill mismunur. Oss vantar þar cnn svo margt; kiikjulegar líknarstofnanir þekkjast hjer eigi, og eiginlcga kristileg'a kærleiksstarfsomi af hálfu safnaðanna verður eigi vart við. Auðvitað verðum vjer jafnan að láta oss lynda, að standa nokkuð á baki annara stærri þjóða. Mannfæð og fátækt getur ckki lagt jafn mikið fram og fjölmenni með auðsæld. En nokkuð áleiðis getur góður og sterkur vilji komizt, þótt kraptarnir

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.