Verði ljós - 01.01.1896, Síða 12
8
sjeu veikir. Hvort komanda ári sje ætlað að flytja með sjer inn á
svæði kristni og kirkju fleiri markverða og fagnaðarríka atburði
en hið liðna, hvort hjer verði á því ráðizt í að gjöra nokkrar til-
raunir í þeim greinum, sem vjer einkum stöndum að baki annara
kristinna þjóða, hvort trúnni á Jesúm Krist lcrossfestan sje ckki
ætlað að hrósa enn rneiri sigurvinningum á landi voru þetta ár en
hin næstu á undan, — um það er eigi unt að gjöra sjer Ijósa hug-
mynd nú. En svo framarlega sem vjer trúum á sigurkrapt hins
guðdómlega Ijóss fagnaðarboðskaparins, viljum vjcr vona hins bezta.
Vjer væntum fegri dags fyrir kirkjulegt líf hjá þjóð vorri. Og þrátt
fyrir alla skuggana gefur liðna árið oss ástæðu til þess. Kristin
kirkja stenzt enn stormana. Lífsmagn hennar er sí og æ nýtt.
Hún hefur breitt út Ijós og yl meðal allra þjóða. Til þessa lands
hafa og áhrif hennar náð. Og enn cru dýrustu vonir mannfjelags-
ins bundnar við hana. Svo veri það og hjá oss! Enn sem fyrri
er það hún, sem þjóð vorri
„lofar' nýjum ljórna,
landi sigurhag11.
Spurningiii mikla.
Smápistlar frá gömlum presti.
Útgefnir af Bjera Jóni JJelgasyni.
1. Pistill.
Elskulegi Bergþór minn! Jeg þakka þjer mikillega fyrir brjef
þitt hið síðasta, langt og efnisríkt, eins og flest önnur brjef þín.
En jeg bæti því strax við: Jeg hefi aldrei fengið frá þjer brjef,
sem hefir gefið mjer eins mikið að hugsa um, eins og þessi síð-
asti pistill þinn, og ef til vill liefir þess vogna dregizt svo lengi
fyrir mjer að svara honum; on nú má ekki lengur svo búið standa.
Jeg neita því eklti, að ýmislegt i brjefi þínu hrygði mig meira
en lítið, en hins vegar get jeg ekki annað en þakkað þjer sem
bezt fyrir hreinskilnina við þinn gamla fóstra. Hreinskilni gleður
mig, hvar sem jcg sje hana koma fram, og þú vcizt það, sonur
minn! að jeg hefi alla daga gjört mjer far um, að koma svo til
dyra sem jeg cr af guði mmum gjörður. Þú hefðir því getað
sparað þjer allar afsakanirnar í síðasta brjcfi þínu, — það er
ekkert að afsaka, þótt fullorðinn maður komi fram grímulaus, segi
sinar skoðanir afdráttarlaust, og ekki hvað sízt þar sem jeg að