Verði ljós - 01.01.1896, Qupperneq 15
11
sem upp hafa komið í heimÍTmm. Því slík eru forlög flestra spurs-
mála, sem gripið hafa hugi manna í heiminum alt til þessa dags,
að mikið hefir verið um þau ritað og rætt og rifist um nokkurn
tíma, en áður en langt leið hurfu þau með öllu af dagskrá, svo
að allur þorri manna mintist varla, að þau hefðu nokkru sinni
staðið þar. Og hvers vegna hurfu þau af dagskrá? Annacfhvort
af því, að áhugi manna dofnaði smámsaman, eða af því, að menn
innan lengri cður sk.emri tíma koinust að einhverri þeirri niður-
stöðu, er almcnt var talin fullnægjandi. En spurningin: „Hvað
virðist yður um Krist? Hvers son er hann?“ stendur enn á dag-
skrá. Og hvers vegna? Bœði af því, að áhugi manna með tilliti
til þessarar spurningar, er svo fjarri því, að hafa dofnað, að hann
miklu fremur fer sívaxandi, já, svo að hann hefir aldrei verið meiri
en einmitt nú, og af því, að heimurinn hefir enn í dag ekki kom-
izt að neinni þeirri niðurstöðu, scm lilotið hafi almenna viður-
kenningu. Þess vegna stendur þetta spursmál enn þá á dagskrá.
— Og enn hefir þetta spursmál það fram yíir öll önnur, sem kastað
hefir verið fram í heiminum, að það gjörir sjer engan niannamun.
Það er ekki viðfangsefni spekinganna cinna, heldur cinnig hinna
lítilmótlegustu meðal hinna lítilmótlégu. Það hefir ekki aðeins
verið viðfangsefni annara eins andans manna og Þjóðverjans Davíðs
Strauss og Franskmannsins Ernest Rénan, stjórnmálamannsins
(xladstone og skáldanna Longfellow og Tennyson, heldnr hefir
það jafuvel verið umhugsunarefni margra smalapilta í afskektustu
dölum úti á íslandi. 'Með hverri öld, já, með hverjum áratug hefir
ágreiningurinn um þetta efni vaxið og ákafi manna á báðar hliðar
aukizt; það hefir ef til vill aldrei sjezt betur en einmitt á vorri
miklu framfara- og vísindaöld, 19. öldinni, að það var engin fals-
spá, er öldungurinn Símeon forðum daga mælti fram, er hann i
musterinu tók barnið Jesúm í fang sjer og sagði: „Þessi er settur
til að vera það tákn, er mótmælum mætir“. Svo mikill er nú á
tímum ákafi manna, þar sem um þetta spursmál er að ræða, að
ætla mætti, að hjer væri um líf eða dauða að tefla.
Og hjer er líka um lif eða dauða að tefla, því að annaðhvort
hefir Jesús Kristur verið sljettur og rjettur maður. sömu lögum
háður og aðrir menn, sem fæðst hafa i heiminn, já, ef til vill öllu
lakari en flcstir aðrir, þar eð hann þá hefir gahbað héiminn meir
en nokkur annar, mcð þvi að látast vera annar en hann í raun
og veru var; eða hann helir verið sá, sem hann sagðist vera:
Guð eingetinn sonur.