Verði ljós - 01.01.1896, Síða 16
12
Sje Kristur ekkert annað en maður eins og vjer, dáinn og
grafinn fyrir rúmum 1800 árum, þá verður því ekki neitað, að
heiður og mannvirðing allra þeirra manna, er nefna sig lcristna, í
þeirri mcrkingu, sem þetta orð hcfir hlotið í sögunni, er í veði, því
að meiri niðurlæging er með öllu óhugsanleg fyrir mannsandann
en sú, að hafa dýrkað og tilbeðið mann, sem hjer á jörðu sigldi
undir fölsku flaggi, ljezt vera guðs sonur og heimtaði guðlega til-
beiðslu, en var sljettur og rjettur...........(jeg get ekki skrifað
þetta orð), — hve hrcinn og háleitur, sem siðalœrdómur hans annars
var. En sjo iíristur á hinn bóginn sá, sem kirkjan hefir játað
og játar og kennir enn í dag, sannur maður og jafnframt sannur
guð, önnur persóna guðdómsins, er holdi klædd birtist hjer á jörðu,
en lifir eilíflega á himnum uppi við guðs hægri hönd og hefir
heimsstjórnina og heimsdóminn í hendi sjer, þá liggur í hlutarins
eöli, að það er ekki aðeins óhjákvæmileg skylda hvers cinasta
manns að trúa á hann og hlýða honum, heldur hlýtur meira að
segja velferð hvcrs einasta manns um tíma og eilífð, að vera kom-
in undir því, í hvaða sambandi hann stendur við Jésúm Krist. —
Hjer er aðeins um tvent að tofla, annaðhvort hefir Kristur ekki
verið annað en maður, — sje svo, þá látum oss rífa niður allar
kirkjur eða búa til úr þeim lcikhús, eins og stungið hcfir verið
upp á hjer i nágrannasveitinni; oða hann er „konungur himna, kong-
ur vor“, — sje svo, þá látum oss falla fram og tilbiðja „að hann
ekki reiðist og þjer tortímist á yðar leið; því að skjótt upptendr-
ast reiði hans“; — um nokkurn þriðja möguleglcikann getur hjer
ekki verið að ræða.
Nei, nei, Bergþór minn! mannsandinn er ekki enn þá vaxinn
upp úr því að rífast um gamlar trúarsetningar. Gamla spurning-
in: „Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann“ ? — er enn þá
lifandi. Það eru ekki eingöngu gamlir pokaprestar uppi í sveit á
ísiandi, eins og sjera Hjörtur gamii á Gili og hans líkar, scm cru orðn-
ir svo á eptir tímanum, að þeir sinni enn í dag slíku spursmáli,
því að jeg sje ekki betur en að allur liinn mentaði heimur sje
enn að liugsa, tala og rita um þetta sama. Og, jeg vil bæta því
við, það mun ekki aðeins vcrða rætt um það, rneðan við lifum
báðir, Bergþór minn! heldur cr jcg fyllilega sannfærður um, að
það verður ekki tekið út af dagskrá meðan nokkur maður drcgur
anda hjer á jörðu, unz hann kcmur sjálfur í skýjum himins í dýrð
veldis síns, öllum jafn sýnilcgur, cins og cldingin, scm skín í austri
og verður sjeð alt til vesturs.