Verði ljós - 01.01.1896, Síða 19

Verði ljós - 01.01.1896, Síða 19
15 vörugefnari og knúði hann til að leita til guðs með vaxandi þörf og þorsta eptir náð. Þó var hann enn ekki fullviss um, að vera guðs barn. Þá fullvissu fjekk hann fyrst þegar hann var 25 ára að aldri. Það var 5. apríl 1796. Hann var úti við og söng sálma við vinnu sina, svo sem hann var vanur. Þá varð hann alt í einu gagntekinn af innra fögnuði; ósegjanleg gleði ogfriður, sem hann aldrei fyr hafði þekt, fylti sálu hans. Hann fann, að hann var orðinn nýr mað- ur, var orðinn guðs barn, sem liataði syndina og elskaði guð. En jafnframt því sem hann varð þessa fullviss, heyrðist honum eins og sagt væri við hann: „Þú átt að játa mitt nafn fyrir mönnunum, áminna þá um, að hverfa aptur og leita mín, meðan mig er að íinna“. — Þossa sturnb kallaði hann síðar fæðingarstund sína til eilífs lífs. Upp frá þessu tók lmnn að prjedika guðs orð, hvenær sem auðið var, og hvatti monn kröptuglega til iörunar og yfirbótar. Hann sneri sjer fyrst að ættingjum sínum og vinum, en síðan að hverjum þeim, sem hann hitti. Loks byrjaði hann þetta sama haust að halda guðrækilegar samkomur, bæði heima hjá sjer og annars- staðar. Það vakti mikla eptirtekt, að óbroyttur bóndamaður skyldi prjedika eins og prestur; fólk streymdi því til hans, jafnvol frá fjarlægum hjeruðum. Hin oldheitu orð hans lirifu marga, jafnvel menn, er aldrei höfðu áður sinnt guðlegum efnum. Nú fór *Hauge einnig að semja bækur. Hann var líttment- aður alþýðumaður, en þrátt fyrir það tók hann að skrifa, til þess þannig að ná til þeirra, sem hann ekki gat talað við. Fyrsta rit hans lijet: „Fávizka heimsins11. Það kom út 1796. Hann lýsir í þvi, hve prestarnir, boðendur guðs orðs, sjou veraldlega sinn- aðir; þoir hugsi meira um aurasafn, en útbreiðslu guðsríkis; svo sýnir hann hverjar afleiðingarnar verði. Síðan skýrir hann frá því, hver sje vegurinn til himins: Dauð trú gjörir engan hólpinn, trúin verður að vera lifandi og koma fram í hcilögu líferni. Það er ekki kristindómur að lifa í synd og löstum og segjast þó liafa trú. Það er ekki nóg, samkvæmt konningu kristindómsins, að neyta lík- ama Erists og blóðs í sakramentinu, fara í lcirkju og lcsa hús- lestra heima, en lifa að öðru leyti syndsamlegu lífl; það er ekki nóg að hugga sig við tilhugsunina um ræningjann á krossinum, liinn týnda son og konuna, sein staðin var að hór; þess verður og að gæta, að ræninginn fyrir aðstoð heilags anda iðraðist synda sinna, og að frelsarinn sagði við konuna: „Syndga ckki frarnar". Nei, hinn sanni

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.