Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 1
MÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGAN FRÓÐLEIK.
1897.
MARZ.
„Yert ekki hrædd, litla lijörð“.
(Sbr. Lúk. 12, 32. 34).
Eptir sjera Valdimar Briem.
3. BLAÐ.
|^ert þú ei hrædd, þú hjörðin mín,
þú heimilið mitt bezta!
Þótt ei sje mikil auðlegð þín,
þá ekki mun þig bresta.
Þú mikinn auð og átt:
guðs orðið dýrt og hátt.
Þar hjörtun hafið þjer,
þar hjartans blessun er
og als kyns yndi mesta.
Vert þú ei hrædd, þú hjörðin inin,
þú heilla-sveitin góða!
Þótt einatt skerðist auðlegð þín,
þú átt þó dýran gróða:
Þú átt þó lífsins orð
og inndælt náðarborð.
Þar hjörtun hafið þjer,
þar himnesk blessun er,
sem ljós og líf er þjóða.
Vert þú ei hrædd, þú hjörðin mín,
mín hjartans þjóðin kæra!
Ef á þig drottins auglit skín,
þjer alt mun blessun færa.