Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 2
34 Þú átt svo inndælt blóm: þú átt þinn kristindóm. Þar hjörtun hafið þjer, þar heimsins Ijósið er með guðdóms geisla skæra. o- Uver var Jesús Kristur? Bptir Thv. Klaveness, sóknarprest í Kristjaníu. I. Kristur? Kynslóð eptir kynslóð er þessi spurning endurtckin og ávalt setur hún strengi hjartans í hreyfingu. Yjer getum vitanlega svarað — ja, meint það í alvöru —: Oss stendur öldungis á sama, hvcr hann var; vjer erum alveg losnaðir við hann. Vjer get- um éinnig svarað: Vjer vitum það vel, hver hann var; það liggur í augum uppi, að hann var maður rjett eins og vjer hinir, — trúarlcg- ur snillingur, — trúvinglsmaður. Einstakir menn geta lifað alt sitt líf, án þess að þessi spurning fái hið alira minsta á þá. Já, heil tímabil geta liðið, án þcss að nokkuð til muna sje við þessari spurn- ingu hreyft. En svo kcmur hann ávalt fram á ný, mikill og óskiljanlegur; aptur og aptur hefur hann á ný göngu sína gegnum hciminn; hjörtu mannanna verða þess vör og spyrja: Hver er hann? Hver var hann — þessi hin mikla óþekta persóna, sem vjer get- uin aldrei til fuls losnað við? þessi undursamlega gáta sögunnar? Hinn kristni söfnuður hefir ávalt haft svarið á reiðum hönd- um. Svarið hefir verið þetta: Jeg trúi á Jesúrn Krist, guðs eingetinn son, drottin vorn. Og þetta svar má rekja alt til nýja testamentisins. Orðatiltækið „guðs eiugetinu sonur“ kemur aptur og aptur fyrir í Jóhannesar guðspjallinu. í öðrum ritum nýja testamentisins finst sjálft orðatiltækið ekki, en hugsunin þar á móti, þótt hún birtist í öðrum orðabúningi. í öllu nýja testa- mentinu er Jesú lýst sem „guðs syni“ á alveg einstakan hátt. í Matteusar guðspjalli segir Jesús sjálfur: „Alt er mjer á vald gefið af föður mínum og enginn þekkir soninn nema faðirinn og enginn þekkir föðurinn nema sonurinn og sá, sem souurinn vill opinbera það“. í Markúsar guðspjalli kemst hann meðal annars svo að orði: „Þeg- ar hann | víugarðseigandinn] átti einn einkason eptir, sem hann

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.