Verði ljós - 01.03.1897, Side 3

Verði ljós - 01.03.1897, Side 3
35 unni mjög, sendi hann þennan síðast til þcirra“. Og Páll skrifar: „Þegar íylling tímans kom sendi guð son sinn“. Hann var þannig guðs sonur á alt annan hátt, en aörir monn; það er samróma svar heilagrar ritningar og hins kristna safnaðar upp á þessa spurningu; hann var guðs sonur á alveg einstakan hátt; í því tilliti hefir hann aldrei átt sinn lika. En á hvcrn hátt var hann þá guðs sonur? Það er næsta spurningin. Einnig þessari spurningu svarar kristinn söfnuður hikiaust. Frá því hann fyrst lærði að þekkja hann, hefir hann ávalt tilbeðið hann. Lærisveinarnir tilbáðu hann reyndar ekki í fyrstu. í fyrstu dáðust þeir að hon- um, lofuðu orð hans og athafnir, og viðurkendu hann sem hinn fyrirheitna Messías. En því lengri sem samvistir þeirra urðu, því dýpri varð aðdáun þcirra og lof. Því betur sem þeir kyntust hon- um, því meir nálgaðist aðdáun þeirra tilbeiðslu. Og þegar hann birtist þeim eptir upprisu sína, hrutu Tómasi af vörum þessi orð: „Minn drottinn og minn guð!“ — og tilbiðjandi lotning gagntók þá alla. Uppfrá hvítasunnudeginum mikla var ekki um annað að ræða en trú og tilbeiðslu. Söfnuðir þeir, er myndast eptir það, f'yrst meðal Gyðinga, síðan meðal heiðingja, eru allir samhuga í því að tilbiðja og ákalla Jesúm. Tilbeiðsla hans var einingarband- ið milli þeirra og hið samoiginlega auðkenni þeirra. Kristnir menu voru beinlínis kallaðir „þeir, sem ákalla Jesú nafu“ (Pstgj. 9, 14; i. Kor. 1, 2), á alvég sama hátt og hinir sönnu Ísraelítar voru á dögum hins gamla sáttmála nefndir „þeir, sem ákalla nafn drott- ins“. Jesús var yfir höfuð kristnum mönnum hið sama, sem Jehóva hafði verið Gyðingunum. Þess vegna er og þegar í fyrstu kristni farið að kalla Jesúm „drottin11. Það, að viðurkenna Jesúm sem drottin, er í Rómverjabrjefinu (10, 9) gjört að sáluhjálparskilyrði, og í fyrra Korintubrjefinu (12, 3) er það talið auðkenni kristilegrar prjedikunar. Eins og ísrael hafði gjört sjer vonir um, að Jehóva mundi verða tilbeðinn af öllum þjóðum jarðarinnar, þannig gjöra kristuir menn sjer þegar í upphafi vísa von um það, að Jesús muni um síðir verða tilbeðinn af öllum, dauðum sem lifandi, englum sem mönnum. „í Jesú nafni skulu öll knje beygja sig“, segir Páll (Fil. 2, 10—11), „bæði þeirra, sem eru á himni og á jörðu og undir jörðuuni, og sjerhver tunga viðurkenna guði föður til dýrðar, að Jesús Kristur sje drottinn“. Af öllu þessu er það auðsætt, hvaða hugsun kristinn söfnuður innibindur í orðatiltækinu „guðs eingetinn sonur“. Kristindómur- inn framgengur af gyðingdóminum ekki sem rof nje fráhvarf, held-

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.