Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 4
36 ur sem fullkomnun hins sanna gyðingdóms og því einnig sem erf- ingi að öllum hinum andlegu gersemum hins sanna gyðingdóms. Hann segir aðeins til fuls skilið við hina faríseisku aflögun gyð- ingdómsins. En grundvöllur als sannarlegs gyðingdóms var þetta boðorð: Þú átt ekki að hafa aðra guði, en þú átt að til- biðja drottin, guð þinn, og þjóna honum einum. Þetta boðorð var skráð óafmáanlegu letri í meðvitund hvers einasta ísra. elíta og barst úr gyðingdóminum yíir í kristindóminn, staðfest og skýrt af prjedikun Jesú. Þegar því kristnir menn tilbáðu Jes- úm, þá liggur það í hlutarins eðli, að þeir álitu hann guðdóm- lega veru, álitu hann guð. Jóhannes segir það skýlaust: „Orðið var guð“ og „varð hold“. Það verður og trauðla hrakið, að Páll kallar Jesúm í Rómverjabrjeflnu (9, 5) „guð yfir öllu, blessaðan um aldir“. Samkvæmt Matt. 28, 19 á, eptir fyrirmælum Jesú, að skíra, eins og líka hefir verið gjört frá upphafi kristninnar, í „nafni föðursins, sonarins og heilags anda“. Þegar sonurinn er hjer nefndur ásamt föður og anda, og boðið að skíra einnig í hans nafni, þá er þar af auðsætt, að hann sjálfur vill láta skoða sig sem guð og hefir verið skoðaður þannig. Hver var Jesús Kristur? Svar hins kristna safnaðar er þá þetta: Hann var guð, opin- beraður í holdinu, guð, sem hafði gjörzt maður, maður, sem var guð. Það er trú hins kristna safnaðar, að guð hafi opinberazt sem maður og hafi lifað mannlegu lífi á jörðinni. Þessi trú er kristindómur. Það liggur í hlutarins eðli, að mannsandinn hefir ekki látið hjer staðar numið, heldur reynt að kryfja þetta efni enn nákvæm- ar. Og það, sem hann þá hefir fyrst spurt um, erþetta: hvernig — í hvaða skilningi var Jesús guð? Hið nýja tcstamenti hefir þegar svarað spurningunni. Páll og höfundur Hebreabrjefsins segja, að það sje sýnileg mynd hins ósýnilega guðs, geisli dýrðar hans, sem í Jesú sje orðið maður. Um þessa guðsmynd er sagt, að hún hafi verið fædd, áður en nokkuð var skapað, í henni og fyrir hana hafi guð skapað alla hluti og fyrir hana viðhaldi hann öllu. Jó- hannes segir aðallega hið sama, en það, sem Páll nefnir mynd guðs, nefnir Jóhannes orð guðs eða hugsun. Ofan á þennan fyrsta vísi kristilegrar heimspeki, scm þannig liggur fyrir í nýja tcsta- mentinu, hafa hinir grísku kirkjufeður síðan bygt. En starf þeirra hefir aptur framleitt þrenningarlærdóminn og lærdóminn um hinar tvær náttúrur Krists, eins og vjer finnum þessa lærdóma í játning-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.