Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.03.1897, Blaðsíða 6
38 un. Vjor þekkjum ekki eðli guðs. Vjer þekkjum ekki einu sinni eðli mannsins. Vjer þekkjum og það allítarlega líkama mannsins. Vjer þekkjum og talsvert til hæíileika mannssálarinnar og eptir hvaða lögum þeir starfa. En mannsandann þekkjum vjer als ekki. Vjer vitum, að hann er til, en á eðli hans borum vjer ekkert skyn. Jeg vil aðeins benda á eitt atriði, hið insta í oss: sjálfsmeðvitund- ina og birtingu hennar: hinn frjálsa vilja. Hvað er frjáls vilji? Enginn getur sagt það. Enginn getur fundið þann punkt, þar sem viljinn stendur alsendis óháður milli tveggja eða fleiri möguleika og gctur tálmanalaust valið um á milli þeirra. Það mun jafnan rcynast svo, að eitthvað dregur hann í eina ákveðna átt, hvort sem það nú eru áhrif að utan eða hæfileikar og tilhneigingar að innan. Af þessu er viljinn ákvarðaður; hann tekur sjer ávalt stcfnu cptir því, hvar aðdrátturinn er sterkastur; aðra stefnu tekur hann sjer ekki, nema ný áhrif komi úr annari átt eða hjá honum vakni hvatir annars cðiis, er fá meira vald yfir viljanum en þau áhrif eða þær hvatir, er áður rjeðu stefnu hans. Hvað verður þá af frjálsræði viljans? Það verður ekki fundið. Þess vegna neita vísindi nútímans hinum frjálsa vilja og segja: Frjáls vilji er ekki til; vilji mannsins er ávalt óviðráðanlega ákvarðaður ýmist af eðl- iseinkunn vorri hið innra eða af ástæðum vorum hið ytra. Já, þetta geta vísindin hæglega sagt. En samt sem áður — enginn, ekki einusinni vísindamaðurinn sjálfur, getur losnað við hinn frjálsa vilja. Það getur ekki hjá því farið, að vjer fyllumst gremju, er vjer vcrðum þess áskynja, að vjer höfum gjört eitthvert axarskapt- ið, eða iðrumst, er oss verður það ljóst, að vjer höfum illa breytt, oss verður þá ósjálfrátt á að segja við sjálfa oss: Þú hefðir átt að breyta og getað breytt öðru vísi. Hvílík apturför í siðferðilegu tilliti væri það, ef þetta alt í einu hætti að vera svo! Vjer hættum aldrei að ásaka mennina fyrir ilsku þeirra, ekki sízt þegar hún bitnar á sjálfum oss; vjer álösum þeirn fyrir illa breytni þeirra og segjum ósjálfrátt við þá — að minsta kosti með sjálfum oss —: Þú hefðir átt að breyta og getað breytt öðru vísi. Enguin af oss kemur nokkru sinni til hugar að segja við börn vor, þégar þau hafa sýnt af sjer óhlýðni: Já, barnið mitt, þetta var nú rangt af þjer, cn — eptir kringumstæðum þínum og því náttúrufari, sem þú nú einu sinni hefir, gaztu ekki farið öðruvísi að ráði þínu! Nei, jafnvel vísindamaðurinn, sem neitar frjálsræði viljans, skilur það, að ekki tjáir að segja slíkt, því hann eyðileggur barnið með því. Jafnvel hann íinnur sig því knúðan til að segja við barnið: Þú hefðir

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.